Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 17

Heilsuvernd - 01.06.1953, Qupperneq 17
HEILSUVERND 45 hafa menn séð, að ef eitt af þessum efnum vantar, þá verð- ur vöxtur plöntunnar ófullnægjandi. Þetta hefir leitt til þeirrar tilgátu, að það næringarefni, sem tiltölulega minnst er af í jarðveginum, setji takmörkin fyrir vextinum (lögmál Liebigs). Á þessri kenningu byggist nútíma áburð- arfræði. Samt er þessi kenning ekki fyllilega rétt. Hún er rétt við vatnsræktun og í moldarlausum jarðvegi, en hún fellur að nokkru leyti úr gildi, þar sem plantan vex í mold. Margar tilraunir sýna, að plöntur, sem vaxa í mold, geta skapað sér þau næringarefni, sem vantar í umhverfið. Þessi hæfileiki til frumefnabreytinga er mismunandi hjá hinum ýmsu plöntutegundum. Nokkrar eru sérstaklega hæfar til að mynda eitt frumefni og aðrar önnur. Minnstur er þessi hæfileiki hjá ræktunarplöntunum, meiri hjá hinum villtu plöntum og mestur hjá lækningaplöntunum. Áburður. Tilbúinn áburður nærir plönturnar, búfjár- áburður gerir það einnig. En auk þess hefir búf járáburður bætandi eðlisfræðileg, efnafræðileg og líffræðileg áhrif á jarðveginn. Hin eðlisfræðilegu áhrif eru þessi: 1. Jarðvegurinn hlýnar. 2. Harður jarðvegur verður lausari. 3. Sendinn jarðvegur verður bindandi. 4. Vatnsinnihald jarðvegsins eykst og varnar ofþurrki. 5. Loftinnihald jarðvegsins eykst. Hin efnafræðilegu áhrif eru þessi: 1. Búfjáráburðurinn eykur efnaskipti jarðvegsins. 2. I búfjáráburði eru einnig hin svokölluðu mikrónær- ingarefni, þ. e. þau næringarefni, sem lítið þarf af, auk hinna þriggja aðalnæringarefna. Hin líffræðilegu áhrif búfjáráburðar eru þessi: 1. Hann eykur huldugróður jarðvegsins, stuðlar að iheppilegum efnaskiptum og er auk þess lífgefandi fyrir þlönturnar. Og sumar bakteríutegundir vinna köfn- unarefni úr loftinu, einkum asotobakteríur. 2. Búfjáráburður eykur ánamaðka í jarðveginum, en þeir hafa bætandi áhrif á jarðveginn, einkum með því að

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.