Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 20

Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 20
HEILSUVERND Krabbamein framleitt meö tjöru. I Fréttabréfi um heilbrigðismál, apríl 1953, er frá því sagt, að með því að smyrja tjöru á húð tilraunamúsa, hafi nær helmingur músanna sýkzt af krabbameini eftir 12 til 22 mánuði. En í tóbaki er nokkurt magn af tjöru (úr 200 sígarettum fást hvorki meira né minna en 9 gr), sem reyk- ingamenn anda ofan í sig með reyknum. 1 Iþessu sambandi er rétt að rifja upp frásögn af merki- legum tilraunum úr 2. hefti HEILSUVERNDAR 1949. Þar segir svo: „Hollenzkur prófessor, dr. H. T. Deelman að nafni, gerði eftirfarandi tilraun: Hann bar tjöru á eyrað eða á einhvern vissan stað á músum daglega eða nokkrum sinnum í viku í nokkra mán- uði samfleytt. Margar mýnsar fengu krabbameinsæxli í húðina á þeim stað, sem tjaran var borin á. Mýsnar voru á ýmsum aldri, og fengu þær yngri krabbamein ekki síður en hinar eldri. Mælir það gegn þeirri skoðun ,að krabba- mein sé í eðli sínu ellisjúkdómur. Hinsvegar sýndi það sig, að það þurfti að halda tilrauninni áfram í marga mánuði, eða sem svarar 10 til 30 árum í ævi mannsins, til þess að æxli mynduðust. Enda er það margstaðfest af reynslunni, þar sem tímaákvörðun hefir verið möguleg, að krabba- mein í mönnum er mörg ár eða jafnvel áratugi að búa um sig, áður en það brýzt út. Það er kunnugt, að í tjöru og biki eru eiturefni. Það eru þessi eiturefni, sem framleiða krabbamein í tilraunamúsun- um, þegar þau fá að verka nægilega langan tíma. Eitur- áhrifin eru svo lítil, að þeirra verður ekki vart jafnóðum, en stöðug og langvarandi verkun hinna smáu eiturskammta hefir þessi örlagaríku áhrif. Nú var tilrauninni breytt á þann veg, að skinnspretta

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.