Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 22

Heilsuvernd - 01.06.1953, Síða 22
HEILSUVERND Hvernig geto ndmsmenn lifað ódýrost? Sænskur námsmaður beindi þeirri spurningu til tíma- ritsins Waerlands-Mánadts-Magasin, hvernig hann ætti að fara að því að fæða sig fyrir einar 50 krónur á mánuði án þess að þurfa að óttast skort á nauðsynlegum næringar- efnum. Honum var sendur matseðill. sem fer hér á eftir. Morgunverður: y3—y2 lítri súrmjólk, 1 bolli hveitikím (50—60 gr), 2 meðalstórar kartöflur, hráar. Hádegisverður: Krúska eða sambærilegur grautur (200 —250 gr), y2 1 nýmjólk, dálítið af soðnum kartöflum (eða hráum). Kvöldverður: 100 gr hráar gulrætur, annað eins af hvít- káli (eða rófum) og grænkáli (eða salati og spínati), 3—400 gr kartöflur, Vs 1 áfir, 30 gr smjörlíki, nokkrar lauksneiðar, nokkrar brauðsneiðar (úr ósigtuðu mjöli), dálítið af steinselju. Eftir sænsku verðlagi kostar efnið kr. 1,67 á dag eða 50 krónur á mánuði, og er þá gert ráð fyrir, að engu þurfi teljandi að kosta til matreiðslunnar, enda er hún ekki flóknari en svo, að hver og einn getur annast hana í 'her- bergi sínu. Fæði svipað þessu mundi kosta 7—10 krónur á dag hér á landi. Til samanburðar má minna á, að efnið í fæðið í hressingarheimili N.L.F.I. kostaði um 11 krónur á dag sumarið 1951 en um 13 krónur sumarið 1952. En þar var ekkert til sparað til að gera fæðið sem f jölbreyttast, mikið notað af smjöri og rjóma, og grænmeti án tillits til verðs. Matseðillinn hér að ofan er því góður leiðarvísir til handa námsmönnum og öðrum þeim, er úr litlu hafa að spila. Með því að fara eftir honum, ætti að vera auðvelt að fæða sig fyrir 2—300 krónur á mánuði og fá þó stórum betra og hollara viðurværi en matsöluhús hafa að bjóða — og jafn-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.