Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 01.06.1953, Blaðsíða 36
64 HEILSUVERND Á YÍÐ OG DREIF. Styrjaldir bæta heilsufarið. Það er máske of mikið sagt, að styrjaldir spari mannslíf. En margföld reynsla er feng- in fyrir því, að á styrjaldar- tímum batnar heilsufar í mörgum löndum, einmitt þeg- ar þjóðirnar þurfa að herða sultarólina og neita sér um ýmis algeng matvæli, svo sem kjöt, sykur o. fl. Sænski næringarfræðingur- inn dr. Itagnar Berg segir frá því i Waerlands-Mánads-Maga- sin, að í heimsstyrjöldinni 1914—18 liafi eggjáhvítuneyzla í Sviss verið af skornum skammti, cn eigi að síður hafi heilsufarið verið hið bezta og t. d. hafi ýmsir efnaskipta- sjúkdómar minnkað og jafn- vel horfið alveg. Hinsvegar hafi berklaveiki aukizt, en til þess liggi þær ástæður, að vegna flóttamannastraumsins inn í landið urðu landsmenn að þrengja mjög að sér og sýktust auk þess af hinum aðkomnu. Alkunna er, að tannskemmd- ir stórminnka á styrjaldar- tímum, vegna þess hve mjög dregur úr köku- og sætinda- áti. Eitrað hveiti. Dr. H. Pollak, læknir við sjúkrahús eitt í Eondon, segir svo í The Medical Press i júli 1950: „Síðustu 3—4 árin höf- um við fundið, að margir ofnæmissjúklingar hafa að nokkru eða öllu leyti losnað við ofnæmið, ef þeir fengu fæði, sem innihélt óbleikt hveiti. Hinsvegar komu sjúk- dómseinkennin iðulega fram á nýjan leik, og hjá sumum ætíð, ef þeir neyttu brauðs úr bleiktu hveiti.“ Dr. Anton J. Carlson, fyrr- verandi prófessor við háskól- ann í Chicago, heimskunnur lífeðlisfræðingur, kallar bleik- ingarefnið agene taugaeitur og telur það eina af orsökum drykkjufýsnar. Ummyndun eggjahvituefnanna af völdum þess valdi mjög oft taugaveikl- un, sem leiði til ofdrykkju. Varizt ýstruna. Amerísk líftryggingafélög, 43 að tölu, létu fara fram sameiginlega athugun á tið- leika sjúkdóma í mismunandi þyngdarflokkum manna. Til samanburðarins voru vaidir menn yfir 45 ára aldri og þeir flokkaðir i þrennt eftir þyngd. Voru allir flokkarnir jafnfjöl- mennir. í flokki hinna mögru var aðeins 1 — einn — með sykursýki, 5 á meðal hinna meðalþungu, en i flokki hinna feitu voru 227 sykursýki- sjúklingar. Svipuð hlutföli fundust fyr- ir krabbamein og nokkra aðra „hrörnunarsjúkdóma“. (Shelton: How disease are ,,cured“).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.