Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 12

Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 12
4 HEILSUVERND land og Sviss ásamt manni sinnin, og fluttu þau bæði þar fjölda fyrirlestra, sem vöktu eftirtekt margra lækna. Var aðstoðar frú Waerland leitað við stofnun og rekstur margra náttúrulækn- ingahæla i þessum löndum. Hefir hún þannig öðlast mjög mikla reynslu i meðferð sjúkra. Fyrir stuttu kom út á þýzku bók eftir hana um meðferð margra algengustu sjúkdóma. Frú Ebba Waer- land er mikilhæf kona, trúuð og hámenntuð. Hún er prýðilegur fyrirlesari, ágætlega ritfær og skáldmælt vel. Þegar Are Waer- land var að læra íslenzku sumarið 1947, til undirbúnings fyrir- lestraferð sinni hér, las hann fyrir konu sína kvæðið „Ei glóir æ á grænum lauki“ eftir Sveinbjörn Egilsson. Henni þótti hrynj- andin falleg og fékk löngun til að þýða kvæðið. Waerland túlk- aði henni það, og þýðingin varð hið mesta snilldarverk, lipur og nákvæm. Aðeins ein skekkja var i þýðingunni, og liana leið- rétti hún þegar henni var bent á 'hana. Frú Ebba Waerland hefir skrifað ítarlega ritgerð um hættuna af geislavirkum efnum, og hefir hún veitt leyfi til birtingar á henni í næstu heftum Heilsuverndar. Hversvegna hafa lifnaðarhættir Waerlands náð svo mik- illi útbreiðslu sem raun er á orðin? Vafalaust vegna þess að þeir eru byggðir á rökréttum grundvelli, þaulhugsaðir og þrautreyndir með hinum bezta árangri. Ég held óhætt sé að fullyrða að þeir séu hið eina mataræðis- og lífernis- kerfi, sem byggist á fulikominni heildarsýn og tekur til greina alla þætti heilsunnar, jafnt andlega sem líkamlega. Til grundvallar jurtaneyzlu hefir annars yfirleitt legið sú siðferðilega meginkenning, að menn hafi ekki leyfi til að deyða aðrar lifandi verur eða eta þær. Að öðru leyti lifa jurtaneytendur eins og fólk flest og leggja engin bönd á sig heilsunnar vegna. Venjuleg jurtaneyzla er þannig hreint siðferðilegt sjónarmið, en waerlandskerfið lítur á málið frá öllum hliðum. Þetta verða menn að skilja til að geta metið waerlands- kerfið réttilega. Við skulum rifja upp meginreglur þær, sem Are Waerland byggði á og gæddi líferniskerfi hans þeim sannfæringarkrafti, er vinnur bug á fordómum og andstöðu meðal ólíkra þjóða og kynþátta. Lítum fyrst á mataræðið. Undir það renna þrjár meginstoðir:

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.