Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 15

Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 15
HEILSUVERND 7 birtust greinar með stórum fyrirsögnum: „Berklar eru algengari hjá jurtaætum en kjötætum og krabbamein a. m. k. eins algengt". Þegar er dr. Poulsen hafði varið ritgerð sína í Kaup- mannahöfn sendi Are Waerland, sem dvaldi þá á ftalíu, honum símskeyti og skoraði hann á hólm, fyrir milli- göngu „Politiken", í opinbera kappræðu um „jurtaneyzlu og krabbamein“ í stærsta samkomusal Kaupmannahafnar, „Oddfellow Palace“. Are Waerland veittist ekki erfitt að hnekkja ályktunum dr. Poulsens. Um hálfrar aldar skeið hafði Waerland komið við og við til Skodsborg og kynnt sér fæðið þar ítarlega. Honum var það vel kunnugt að adventistar lifa á mauksoðnu jurtafæði, og taka ekki tillit til þýðingar næringarefna fyrir heilsuna við meðferð matvælanna, fremur en flestir aðrir jurtaneytendur. Þeir neita sér held- ur yfirleitt ekki um gómsæta rétti og nautnalyf, svo sem kaffi og te, súkkulaði og niðursuðuvörur, tóbak og inn- bakaða feiti, sem á þátt í myndun krabbameins, né ýmis- konar skaðlegt krydd. Þetta stafar af því, að jurtaneyzla þeirra er byggð á siðferðilegum grundvelli einvörðungu. Fyrir utan þessa gamaldags jurtaneytendur eru nú aðrir flokkar manna, sem lifa aðallega á hráfæði. Auk waer- landsfæðisins eru önnur kerfi, sem ekki eru líkleg til að ná almennri útbreiðslu. Sumir vilja t. d. helzt ekkert borða nema ávexti og hnetur, en forðast kornmat, kartöflur og mjólk. Slíkt fæði er dýrt og óaðgengilegt. Það þola ekki aðrir en þeir sem hafa sterk meltingarfæri, og eins og sýnt mun verða, leiðir af því skort lífnauðsynlegra nær- ingarefna. Nú hafa samtök vísindamanna frá 42 löndum mælt með waerlandskerfinu. Þessi samtök voru stofnuð fyrir fáum árum með 150 prófessora í fararbroddi. Albert Schweitzer er verndari þeirra, og forsetar eru prófessorarnir Schweigart í Hannover og Halden í Graz. Markmið þessara samtaka er að rannsaka, hvaða nær-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.