Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 16
8
HEILSUVERND
ingarefni eru nauðsynleg til þess að fæði geti talizt full-
gilt. Og það er athyglisvert, að þótt þeir séu ekki jurta-
neytendur hafa þeir komizt að sömu niðurstöðu og Are
Waerland. Og í sambandi við þær tvær meginstoðir
waerlandsfæðisins, sem ég á eftir að ræða, kornmatinn og
sérstaklega mjólkurmatinn, styðst ég m. a. við rannsóknir
þessara vísindamanna.
Um verðmæti ósigtaðra korntegunda þarf ég ekki að
fjölyrða, svo vel þekkt sem þau eru. Samt er það svo, að
margir jurtaneytendur vanmeta brauð og grauta úr ósigt-
uðu mjöli, svo og soðnar kartöflur. Án þessara matvæla
getur jurtafæði þó aldrei náð almennri útbreiðslu. 1 ósigt-
uðu mjöli eru m. a. 5 milligrömm af B^-fjörefni í hverju
kílógrammi og 24 mg af E-fjörefni, og gefur þetta korn-
matnum ómetanlegt gildi, auk þess sem hann inniheldur
mikla orku. Þessi efni eru nauðsynleg jafnt andlega sem
líkamlega starfandi mönnum. Allt andlegt starf krefst einn-
ig mikillar glutaminsýru, sem mikið er af í kornmat.
Þriðja meginstoð waerlandsfæðisins, mjólk og mjólkur-
afurðir, á því miður ekki upp á pallborðið hjá sumum
flokkum jurtaneytenda. En þetta er einn veigamesti þátt-
urinn í viðurværi okkar. Hér er það sérstaklega, sem nýj-
ustu vísindarannsóknir hafa staðfest kenningar okkar. Og
enginn getur borið á það brigður, að mjólkin er sú fæðu-
tegund, sem öðrum fremur sér líkama okkar fyrir kalki.
Ýmsir hafa borið Are Waerland á brýn ósamkvæmni í
sambandi við neyzlu mjólkur, sem inniheldur dýraeggja-
hvítu. En til þess lágu margar ástæður, að Waerland tók
mjólkurmat upp í viðurværi sitt.
Mjólkin er útbreidd fyrsta flokks fæðutegund, sem inni-
heldur mörg verðmæt næringarefni. Sé hún látin niður
falla verður að bæta lákamanum það upp með t. d. hnet-
um, sem er dýr matur og ekki eins fjölbreyttur að nauð-
synlegum næringarefnum og mjólkin. 1 því sambandi vil
ég segja frá hörmulegri reynslu hins þekkta þýzka jurta-
neytanda, Walters Sommers. Hann og börn hans lifðu ein-