Heilsuvernd - 01.03.1959, Side 18
10
HEILSUVERND
salts varðveitir hún að miklu leyti C-fjörefni sín óskert.
Kartöflur eru nauðsynlegar í fæði almennings, ekki að-
eins hráar, heldur og soðnar, þar eð varla er hægt að
borða þær hráar í nógu mikiu magni.
Prófessor Schweigart kveðst hafa reynt og rannsakað
waerlandsfæðið nákvæmlega og komizt að þeirri niður-
stöðu, að það sé á allan hátt fuilnægjandi og innihaldi
öll nauðsynleg fjörefni, steinefni og önnur lífefni í réttum
hlutföllum. Sérstaklega sé það auðugt að nauðsynlegum
eggjahvítuefnum. Það fullnægi þannig öllum þeim kröf-
um, sem hann hafi sjálfur sett fram. Prófessor Halden er
sömu skoðunar. Báðir hafa boðizt til að mæla með þessu
fæði í fyrirlestrum sínum.
Árlega halda fyrrnefnd samtök vísindamanna fjölmenn
þing í Þýzkalandi. Þeir hafa komizt að nákvæmlega sömu
niðurstöðu og Are Waerland varðandi heilbrigt líferni og
gefið út yfirlýsingu, þar sem lögð er höfuðáherzla á eftir-
farandi atriði: heilnæma fæðu, hreint vatn, hreint loft,
allt án mengunar frá skaðlegum efnum, geislavirkum úr-
gangsefnum og bakteríueyðandi lyfjum. Ennfremur heil-
brigðan jarðveg.
Yfirlýsingunni lýkur með þessum orðum:
„Nauðsynlegt er að flytja líkamanum reglulega nægi-
lega mikið af lífefnum, svo sem nauðsynlegum eggjahvítu-
og fituefnum og fjörefnum. Þannig á næringin að geta
komið í veg fyrir tannskemmdir, krabbamein, hjarta- og
meltingarsjúkdóma og hverskonar menningarsjúkdóma“.
En waerlandskerfið gengur ekki eingöngu út á mata-
ræði, heldur alla þætti daglegs lífernis, sem áhrif geta
haft á heilsuna.
M. a. hefir Waerland lagt áherzlu á háttbundnar sveifl-
ur, sem vísindamenn hafa fundið í daglegum efnaskiptum
líkamans. Skiptist sólarhringurinn í 3 tímabil, sem hvert
er 8 klukkustundir. Þannig einkennist t. d. tímabilið frá
kl. 4—12 f. h. af því, að þá er líkaminn að skilja út úr-
gangsefni. Þennan tíma ætti ekki að íþyngja líkamanum