Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 20

Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 20
12 HEILSUVERND rit er bezta bókin, sem hann hefir skrifað, og er hún yfir- lit yfir rannsóknarstörf hans á hans löngu ævi. Are Waerland telur hreyfingu í fersku lofti álíka mikils- verða og viðurværið. Við þurfum á súrefni að halda til allra lífsstarfa. Líf er bruni, og eldur iífsins logar því aðeins skært að honum berist nóg súrefni dag og nótt. Það þarf einnig að örva öndun húðarinnar, sem er mikil- vægt öndunarlíffæri. Henni höldum við starfshæfri með þvotti, köldum böðum, sól- og loftböðum og með því að bursta hana daglega með þurrum bursta. Þeir sem eru frískir mega ekki halda, að þeir eigi ein- hvern einkarétt á heilbrigði og þurfi ekkert á sig að leggja til að varðveita hana. Þvert á móti verða þeir að halda henni við með því að flytja líkamanum fullnægjandi bygg- ingarefni til að byggja að nýju upp þær frumur, sem eyð- ast við dagleg störf líkamans. Are Waerland hélt því sífellt fram, að heilsan væri háð umhverfi okkar og að líffæri okkar störfuðu því aðeins fullkomlega rétt, að þau væru alltaf í líffræðilega réttu umhverfi, þannig að t. d. lungun fengju alltaf hreint loft, meltingarfærin heilnæma fæðu o. s. frv. Hér hefir verið rætt um marga ytri þætti í verndun heilsunnar. En Waerlandskerfið byggist ekki á þeim ein- um saman. Starfsemi allra innkirtla er mjög háð skap- lyndi okkar. Vafalaust höfum við öll reynt, hvernig gleðin rekur á flótta höfuðverk og þreytu, en að þunglyndi gerir okkur þreytt og sinnulaus. Þess vegna þurfum við að efla með okkur jákvæðar hugsanir og lífsviðhorf gagnvart öllu því, sem verður á vegi okkar. Og við þurfum að kappkosta að tryggja til- veru okkar festu með því að tileinka okkur þá öryggis- kennd, sem skapast af snertingu við andleg verðmæti.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.