Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 24

Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 24
16 HEILSUVERND þjóðir. En er það nóg? Ef við gætum nú orðið hraustasta þjóð í heimi. Það væri þó met, sem einhvers væri vert. Allir læknar á Islandi vita, að manneldissjúkdómar eru hér algengir. Við gerum það ekki aðeins fyrir apótekin að ausa bætiefnalyfjum í fólk. Við vitum líka, að fleiri sjúkdómar en bætiefnaskortur eru manneldissjúkdómar, a. m. k. að öðrum þræði; t. d. kransæðakölkun í hjarta, sár í meltingarfærum, ristilbólga og ákveðnar tegundir gigtar. Þeir sjúkdómar lagast þó ekki við bætiefnagjöf. Skortur á B-bætiefnum er mjög algengur hér, því að augljóslega batnar mörgum talsvert, sem fá þau efni. Skortur á B-bætiefni veldur margskonar vanlíðan, þreytu, sleni, verkjum, útbrotum, meltingartruflun og viðnáms- leysi gegn smitandi sjúkdómum. Hver er orsökin? Yfirleitt alltaf ein og sama: ofneyzla bætiefnalausra kolvetna; með öðrum orðum ofneyzla á hvítu hveiti og sykri. Þar er komið að þeim galla á íslenzku mataræði, sem auðveldast væri að lagfæra. Notið heilhveiti, helzt nýmalað, í stað hvíta hveitisins og eins lítinn sykur og ykkur er unnt. Syk- urinn er algjörlega bætiefnalaus, hvernig sem hann er á litinn. Aðeins þessi breyting gæti að líkindum bætt heilsu landsmanna til mikilla muna. Hvers vegna hika? Svo er það ofátið. Hver hefði nú haldið fyrir svo sem fimmtíu árum, að það gæti orðið þjóðarvandi? Samt er það svo. Mjög margt af því fólki, sem læknis leitar, þjáist af ofeldi. öllum skýrslum líftryggingarfélaga ber saman um að slíkt fólk lifir að jafnaði skemur, auk þess sem fleiri sjúkdómar herja á það fólk en annað. Hvað á að gera? Því miður er aðeins eitt ráð sem dugir. Enginn fitnar af því, sem hann borðar ekki. Ráðið er því fyrst og fremst að borða minna. Fleira má telja, sem bætt gæti fæði okkar, svo sem minnkuð saltneyzla, aukin notkun grænmetis og breyttar matreiðsluaðferðir. Við gætum kostað kapps um að nálgast fæðuval þeirra þjóða, sem hraustastar eru í heiminum, og ég efa ekki, að verðlaunin létu ekki á sér standa.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.