Heilsuvernd - 01.03.1959, Blaðsíða 29
HEILSUVERND
Æðakölkun og afleiðingar hennar
Sjúkdómur sá er æðakölkun nefnist er fólginn í breyt-
ingum í æðakerfi líkamans, aðallega í slagæðunum. Þessar
breytingar eru með mismunandi móti. I sumum æðum
— aðallega í æðum hjarta og heila — eru það aðallega
fituefni, sem hlaðast innan á veggi æðanna og þrengja
þær; síðar safnast oft kalksambönd í þessa fituhauga, t.
d. í aðalslagæðinni sem liggur frá hjartanu, og verður hún
stundum líkust ósléttu hrauni að innan. I slagæðum út-
lima verður kölkun og þykknun á öllum æðaveggnum.
Stundum tekur þykknunin yfir hringlaga smáparta æð-
arinnar, með óskemmdum bútum á milli, og er æðinni þá
líkt við gæsabarka. Finnst hún sem harður strengur utan
frá. Enn ein tegund æðakölkunar finnst í smáæðum ýmissa
líffæra, svo sem í nýrum og milti; þá þykknar aðallega
innsta lag æðaveggjanna, án þess að um kalkmyndun sé
að ræða. öllum þessum myndum æðakölkunar — íslenzka
heitið er óheppilegt að því leyti, að ekki er alltaf um kalk-
myndun að ræða — er það sameiginlegt, að æðarnar
rannsókn dr. Price var mjög auðug að A-fjörefnum. Við
þurrkun fýkur mikið af sandi í fiskinn, og veldur sand-
urinn miklu sliti á tönnum, þótt ekki sé um tannátu að
ræða. Þá er borðað mikið af freðnum fiski. Ennfremur
nota þeir ýmsa jurtafæðu, svo sem ber, sem þeir geyma
frosin, jarðhnetur, blóm ýmissa jurta, geymd í selafeiti,
og súrur og fleiri jurtir geymdar á sama hátt til vetrar-
forða.
Dr. Price fann þarna, samfara tannskemmdum, talsvert
af tannskekkjum, eins og í Sviss, og svipaðar breytingar
á andlitsfalli og nefi.