Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 30

Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 30
22 HEILSUVERND þrengjast, og af því stafa sjúkdómseinkenni þau, sem minnst verður á hér á eftir. Um orsakir æðakölkunar eru læknavísindin harla fá- fróð. Um skeið var haldið, að svonefnt kólesteról í fæðu manna ætti meginsök á þeirri tegund æðakölkunar, sem fyrst var lýst hér að ofan. Sú skoðun átti rætur sínar að rekja til þess, að í fituhaugunum, sem safnast innan á æðaveggina, er kólesteról aðalefnið. Þessi kenning varð til þess að sumir hættu að neyta mjólkur, en í mjólkur- fitunni er talsvert kólesteróL Ný hallast vísindamenn frem- ur að því, að kólesteról sé ekki aðalsökudólgurinn, heldur vissar tegundir fitu, þ. e. hinar svonefndu mettuðu fitu- tegundir, en þær er helzt að finna í fitu úr dýraríkinu, og öll hert feiti heyrir undir þann flokk. Ómettaðar fituteg- undir eiga hinsvegar að vinna gegn æðakölkun. Óhertar jurtaolíur heyra yfirleitt undir þennan síðari flokk, enn- fremur lýsi. Nokkuð má marka þessa eiginleika fituteg- unda á því, hvort þær eru fljótandi eða fastar við venju- legan lofthita. Þannig ætti lýsi og fljótandi jurtaolíur að vinna gegn æðakölkun, en mör, tólg, kjötfita, smjörlíki — en í því mun vera mikið af hertri feiti — og jafnvel smjör að stuðla að henni. Smjör linast þó og bráðnar auðveldlega og er af mörgum talið lítt saknæmt í þessu tilliti. Hér skal engu um það spáð, hvort þessar skoðanir fá staðfestingu við frekari rannsóknir. Þá hafa verið gerðar athuganir á sambandinu milli æða- kölkunar og mataræðis almennt. Benda þær athuganir til þess, að þar sé um náið samband að ræða án þess að hægt hafi verið að finna, hvað það er í fæðinu, sem mis- muninum valdi. Lítill vafi leikur á því að æðakölkun er tíðari meðal menningarþjóðanna en annarra þjóða og að mataræðinu sé að miklu leyti um að kenna. Fleira kemur einnig til greina. T. d. hefir það komið í Ijós við samanburð á miklum fjölda manna — svo hundruðum þúsunda skiptir — að reykingamönnum er miklu hættara við kölkun i

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.