Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 33

Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 33
HEILSUVERND 25 vöðvans. Af æðaþrengslunum leiðir ennfremur að fótlegg- ir og fætur verða kaldir, tærnar blána, neglur aflagast og þykkna. Síðar birtast svartir blettir, sem sýna að drep er að byrja í fætinum. Getur svo farið að taka þurfi tær eða fætur af sjúklingnum. 4. Æðatappar geta komið út frá æðakölkun. Þá hefir blóðstorka sezt innan á skemmd í æðavegg, hluti af þess- ari blóðstorku losnar og berst lengri eða skemmri veg, unz tappinn stöðvast og stíflar æðina. Einkennin verða lík því sem að ofan er lýst, eftir því hvar í líkamanum tappinn stöðvast: hjartaslag, heilablóðfall eða verkir og drep í fæti. Stöðvist tappinn í lungnaslagæð, getur það einnig haft banvænar afleiðingar. Eins og áður er sagt eru hinar eiginlegu orsakir æða- kölkunar lítt þekktar. Sykursýkisjúklingar fá stundum æðakölkun á mjög háu stigi. En sykursýki er mikil truflun á efnaskiptum líkamans, og mætti því ætla, að efnaskiptin almennt, sem standa í nánu sambandi við næringuna, væru þáttur í orsakakeðjunni. Ennfremur fær fólk sem mikið reykir, og ekki sízt fólk á bezta aldri, stundum kvalir í útlimi. hendur eða fætur, líkar þeim sem lýst er hér að ofan, og með svipuðum afleiðingum. Þetta stafar af því að við reykingarnar þrengjast æðarnar, eins og sjá má m. a. á því, að við að reykja eina sígarettu lækkar húðhiti á fingrum eða tám um 2—3 stig. Sennilega á tóbakið því ekki litla sök á æðakölkun, og er þegar hér á undan drepið á þátt þess í myndun kransæðasjúkdóma. Heilsa okkar fer fyrst og fremst eftir ástandi æðakerf- isins. Æðarnar greinast í hárfínt net sem umlykur hverja frumu líkamans, færir þeim næringu og flytur frá þeim úrgangsefni. Þetta eru frumskilyrði þess að fruman sé fyllilega starfhæf. Truflun á ástandi blóðs og æða getur því valdið sjúkdómum jafn margvíslegum og líffærin og störf þeirra eru margbreytileg. Sumir telja að menn eigi að lifa 120 ár eða þaðan af

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.