Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 11
HEILSUVERND
73
ir truflun á spírun fræja og myndun ávaxta, og uppsker-
an verður lakari að gæðum. Og að því kann að koma
von bráðar, að uppskeran bregðist með öllu og jarðveg-
urinn glati gróðurmagni sínu. Þannig eru framtíðarhorf-
urnar að áliti fræðimanna. M. a. hafa vísindamenn í
Þýzkalandi og Frakklandi látið þá skoðun í Ijósi, að ef
kjarnasprengjutilraunum verði haldið áfram, verði jörð
okkar óbyggileg ekki síðar en að 20 árum liðnum, þá
verði engu lífi vært á jörðinni.
Franskur frumeindafræðingur, dr. Noel-Martin, skýrði
svo frá fyrir nokkrum árum, að við kjarnasprengingar
breyttist hluti af köfnunarefni loftsins í geislavirkt kol-
efni, C14, og ennfremur að þegar hefði orðið vart stökk-
breytinga hjá jurtum vegna geislaverkana. Síðan hafa
fundizt breytingar á erfðastofnum hjá dýrum og mönn-
um, auk annarra sjúklegra breytinga.
Prófessor Miiller, frumeindafræðingur í Argentínu,
hefir bent á aðra hættu af auknu geislamagni. Það er
kunnugt, að lofthjúpur jarðar verndar allt líf á jörðinni
gegn eyðandi geislum sólar. Nú hefir prófessor Múller
fundið, að kjarnasprengingar draga úr þessum varnar-
mætti gufuhvolfsins, og á þann hátt er öllu jarðnesku
lífi einnig hætta búin af völdum sprenginganna.
Timaritið Constance bendir á það í ritgerð, sem áður
er vitnað í, að mælingar á geislavirkni andrúmsloftsins
gefi ekki rétta hugmynd um hættuna af hinu síaukna
geislamagni í umhverfi okkar. Ástæðan er sú, að hin geisla-
virku efni safnast líka í vatn og matvæli og geta verið
þar ekki aðeins í þúsundföldu heldur allt upp í milljón-
földu magni miðað við andrúmsloftið. Þannig geta mjólk
og mjólkurafurðir verið þúsund sinnum geislavirkari en
loftið. 1 öðrum matvælum getur geislamagnið verið mörg-
um sinnum meira, eins og nú skal sýnt.
1 útvarpserindi hefir Albert Schweitzer skýrt frá rann-
sóknum á vatni úr Columbiafljóti í Norður-Ameriku, en
grunur lék á auknu geislamagni þar vegna frárennslis frá