Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 12

Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 12
74 HEILSUVERND kjarnorkuveri í Hanford. Rannsóknin sýndi, að geisla- magn fljótsins sjálfs var ekki mjög mikið. Hinsvegar hafði geislamagn svifdýranna í ánni 2000-faldazt og geislamagn fiskanna aukizt 150 þúsund sinnum. 1 líkama svöluunga, sem nærðust á lirfum úr ánni, hafði geislamagn 500 þús- und-faldazt, en þó hafði langsamlega mest safnazt í egg sundfugla við ána, því að í eggjarauðunni var geislamagnið milljón sinnum meira en venjulega. Þetta eru ótrúlegar tölur, en því miður óvéfengjanlegar. Albert Schweitzer segir ennfremur: „Enda þótt ráða- menn þjóðanna séu alltaf að fullvissa okkur um, að geisla- magn í loftinu sé ekki það mikið, að okkur sé hætta búin, er hér verið að fara kringum staðreyndir. Þó að geisla- magnið í loftinu sé ekki komið á það stig, að okkur stafi hætta af, bíður heilsa okkar tjón af þeim geislavirku efn- um, sem fallið hafa til jarðar og mengað vatnsból, jurtir og dýr“. Og hann skýrir frá því, að hin geislavirku efni dreifast ekki jafnt um líkama okkar en safnast fyrir í vissum vefj- um, sérstaklega í beinum, lifur og milti, og þaðan senda þau eyðandi áhrif til annarra líffæra. Á þessari geisla- verkun verður ekkert lát, hún helzt stöðug, nótt sem nýt- an dag, og fer vaxandi eftir því sem meira hleðst upp af geislavirkum efnum í umhverfi okkar. —o— Áhrif hinna geislavirku efna á líkamann verða með þeim hætti, að geislarnir valda breytingum á rafmagns- hleðslu fruma og vefja. Við það verða truflanir á starf- semi fruma og líffæra og fyrst og fremst á blóðmyndun. Frumur þær í beinmergnum, sem mynda rauð og hvít blóðkorn, eru sérstaklega viðkvæmar, ganga úr sér og eyðileggjast. Þannig hafa margir brautryðjendur í rann- sóknum á röntgen- og radíumgeislum látið líf sitt, svo og læknar, sem notuðu þessa geisla til rannsókna og lækn-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.