Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 14

Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 14
76 HEILSUVERND bandvef og vöðvalög, áður en þeir ná til innri líffæra og fruma, sem viðkvæmust eru fyrir verkunum geislanna. Slíkar varnir koma ekki til greina, þegar um er að ræða geisla frá geislavirkum efnum, er sezt hafa í vefi líkamans. Og enn vita menn minnst um allar afleiðingar þessarar innri geislunar. Fyrr héldu menn, og halda margir enn, að engin hætta stafi af friðsamlegri nýtingu kjarnorkunnar. En nú hafa margir vísindamenn komizt að þeirri niðurstöðu, að hér sé engu minni hætta á ferðum en af geislamagni því, sem framleiðist við kjarnasprengingar. Og þrátt fyrir aðvar- anir vísindamanna hafa nú margar þjóðir tekið í notkun þessa orku, sem getur eytt öllu lífi á jörðinni, ef hún fær að aukast. Ameríski nóbelsverðlaunaþeginn H. J. Miiller hefir ný- lega bent á það, að það eru ekki vetnissprengjutilraunirnar einar, sem geta spillt erfðastofnum kynslóðanna, heldur einnig síaukin notkun röntgengeisla og geislavirkra efna, bæði til rannsókna, til lækninga og í iðnaði. Af þessu geti hlotizt enn meira tjón en af kjarnorkuhernaði. Dr. med. Siegmund Schmidt, sem er einn fremsti sér- fræðingur á þessu sviði, hefir ásamt mörgum japönskum læknum leitað að ráðum til varnar gegn heilsutjóni af völd- um geisiaverkunar. I bók sinni „Stafar heilsu okkar tjón af frumeindaorkunni?" segir hann: „Heilsu starfsmanna í kjarnorkuverum er stöðugt hætta búin, og margir kjarn- orkufræðingar hafa á undanförnum áratugum látið lífið fyrir aldur fram“. Dr. Schmidt segir frá ummælum prófessors Labeyrie, sem hefir skýrt svo frá, að frá 100 þúsund kílóvatta kjarnorkuofni, sem ekki er einangraður með veggjum úr sementssteypu og blýi, eða ef slík ein- angrun bilar, leggi svo sterka geisla, að þeir verði full- orðnum manni í 100 m fjarlægð að bana á fáeinum mín- útum. Kjarnorkuofnarnir þurfa geysimikið vatn. Þannig komu kvartanir frá bændum í grennd við Múnchen út af því, að

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.