Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 17

Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 17
HEILSUVERNI) 79 Áhrif sykurs á tilraunadýr Lengi hefir menn greint á um verðmæti verksmiðju- sykurs sem fæðu. Hann er samanþjappaður orkugjafi, meltist auðveldlega og skilar engum úrgangi. Telja margir allt þetta mikla kosti. Aðrir segja: Því einhæfari sem ein- hver fæðutegund er, þeim mun óhæfari er hún sem veru- legur þáttur í mataræði almennings vegna hættu á skorti annarra næringarefna. Engin fæðutegund kemst nálægt hvítum sykri hvað einhæfni snertir; í slykurmolanum eru um eða yfir 99% hreinn sykur og engin önnur nýtileg næringarefni. En hvað sem þessum ágreiningi líður er það staðreynd, að hvíti sykurinn hefir farið sigurför um heiminn, lagt undir sig hvert landið af öðru, fyrst menningarþjóðirnar, síðan frumstæðari þjóðir. Samtímis hafa áður sjaldgæfir sjúkdómar hraðaukizt, svo sem tannskemmdir, sykursýki, sjúkdómar í taugakerfi, æðum, meltingarvegi o. fl. Um þátt sykurs og mataræðis yfirleitt í þessari aukningu hefir mjög verið deilt, og svo er enn. Þó 'hefir margföld reynsla sýnt og sannað, svo að ekki verður véfengt, að í kjölfar lífsháttabreytinga stórra hópa manna og jafnvel heilla þjóða koma á skömmum tíma meiri eða minni breytingar á heilbrigðisástandi þeirra. Mætti nefna fjölmörg dæmi þess. En hér verður aðeins á það bent, að í tveimur síð- ustu heimsstyrjöldum dró víða í Evrópu stórlega úr tann- skemmdum, sykursýki og fleiri „menningarsjúkdómum“. Þjóðirnar urðu að búa sem mest að sínu, og kom þetta m. a. fram í því, að þær urðu að spara við sig sykur og hvítt hveiti, ekki aðeins styrjaldarþjóðirnar sjálfar, held- ur einnig þær hlutlausu. I Sviss dró þannig mjög úr hveiti- neyzlu í síðustu heimsstyrjöld, en rúgbrauðsát jókst að sama skapi, og sykurskammtur var minnkaður niður í

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.