Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 21

Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 21
HEILSUVERND 83 Beinbreytingar þær, sem að ofan er lýst, draga úr styrk- leika beinanna, þannig að þau láta auðveldlega undan þrýstingi eða togi. M. a. þarf þá lítið út af bera til þess að brjóstkassinn aflagist verulega, og sama er að segja um mjaðmagrindina, hún skekkist og þrengist, oft með þeim afleiðingum, að eðlileg fæðing er útilokuð. Eins og áður er sagt, gætir áhrifa sykurneyzlu í fleiri líffærum en tönnum og beinum. Þau ná að meira eða minna leyti til allra vefja líkamans. Þannig fundu þeir Katase og félagar hans, að í tilraunadýrunum var minna kalk í vöðvum en í öðrum dýrum; þau urðu seinþroska og táplítil. Þetta kom m. a. niður á hjartavöðvanum og leg- inu, sem var lítið og þunnveggjað, líkt og stundum finnst hjá konum, sem geta ekki orðið barnshafandi (uterus infantilis). Hjá þunguðum kanínum, sem fengu sykur, gekk fæðing seinna og erfiðlegar en ella, m. a. vegna ónógra sam- drátta legsins. I því sambandi er á það bent, að skortur á Bl-fjörefni hjá konum geri það að verkum ,að samdrættir legsins við fæðingar verði kraftminni en þó sárari. 1 sykri og hvítu hveiti eru engin fjörefni, en hinsvegar þarf líkam- inn á Bl-fjörefni að halda til þess að geta brent sykrinum og kolvetnunum, sem valda þannig Bl-skorti. Af því sem að framan er greint má það vera augljóst mál, að tannskemmdir eru annað og meira en sjúkdómur í tönnum; þær eru sýnilegur vottur um lélegt næringar- ástand líkamans alls og merki um, að sjúklegar breytingar eru orðnar í flestum eða öllum líffærum hans. (A8 mestu úr grein eftir H. Muller, lækni, í Vie et Santé, maí 1959).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.