Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 23

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 23
HEILSUVERND 85 hleðst allskonar skaðlegum úrgangsefnum, sem hin venju- legu hreinsunartæki hafa ekki við að útskilja. Legið verður þá einskonar hreinsunartæki, tíðir standa lengur, blæðing verður meiri og óþægindi oft samfara. Af þessu leiðir enn- fremur, að við tíðabrigðin, þegar þessi hreinsunarstarfsemi leggst niður, fer að bóla á margvíslegum einkennum, sem fullheilbrigðar konur eru lausar við, og er þeim lýst hér að framan. Eiga þau rót sína að rekja til þess, að hin skað- legu úrgangsefni ásamt eiturefnum frá nautnalyfjum, með- ulum o. fl. safnast fyrir í vefjum likamans og valda röskun á eðliiegu starfi líffæranna. Heili og taugakerfi fara ekki varhluta af þessum áhrifum, og af því getur leitt marg- víslegar geðtruflanir. Þetta er þeim mun skiljanlegra sem konan á við ýmis vandamál andlegs eðlis að stríða á þessu tímabili. Henni finnst aldurinn vera að færast yfir sig, það fer að bera á minnimáttarkennd gagnvart yngri kyn- slóðinni, einmanaleiki er börnin hverfa úr foreldrahúsum, kvíði fyrir því að kynhvatirnar dofni og hjónabandið fari af þeim sökum út um þúfur o. s. frv. Og þetta er einmitt þegar hún ætti að öðru leyti að hafa skilyrði til að njóta ástalífsins án ótta við afleiðingarnar. Venjuleg meðferð er í því fólgin að gefa lyf, sem er ætlað að draga úr helztu óþægindunum, m. a. verkja- og deyfilyf, svefnlyf og róandi lyf, eða örfandi lyf, sé um þunglyndi að ræða, ennfremur hormónalyf. Öll þessi lyf eiga það sam- merkt, að þau innihalda skaðleg efni og gera að því leyti illt verra. Þau geta falið einkennin um stund, en orsakirnar eru látnar óáreittar. Eina rökrétta meðferðin er fólgin í innvortis hreinsun líkamans með ýmsum ráðum. Mestu máli skiptir matar- æðið (borða sem mest af hráum aldinum og grænmeti), föstur, útivist og hreyfing, sólböð og loftböð o. s. frv. (Lauslega þýtt úr HEALTH CTJLTURE, maí 1959).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.