Heilsuvernd - 01.09.1959, Side 31
HEILSUVERND
93
FLÚOR OG TANNSKEMMDIR.
Á undanförnum árum hefir mjög verið um það deilt,
hvort rétt sé að bæta flúor í drykkjarvatn almennings
í því skyni að draga úr tannskemmdum (sjá 3. hefti 1958).
Hæfileg flúorblöndun virðist bera nokkurn árangur í
þessa átt. Hinsvegar er hætta á ferðum af slíkri blöndun,
vegna þess að flúor er sterkt eiturefni. Hafa margir merk-
ir læknar og vísindamenn varað við þessum hættum og
sýnt, að þær hafa við rök að styðjast. Ennfremur hefir
verið á það bent, að á annan hátt er hægt að ná miklum
mun betri árangri í baráttunni við tannskemmdir (sbr.
t. d. grein á bls. 92 í þessu hefti).
Nýlega hefir þekktur danskur vísindamaður, tlr. med.
Knud O. Möller, prófessor í lyfjafræði við háskólann í
Kaupmannahöfn, kvatt sér hljóðs um þetta deilumál í dag-
blaðinu Socialdemokraten. Hann segir, að samkvæmt ný-
legri rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum og náði
yfir mikinn fjölda kvenna og barna hafi það komið í Ijós,
að konur, sem notuðu flúorauðugt neyzluvatn, eignuðust
oftar en aðrar konur svonefnda mongólska fávita. Auk
þess telja menn sig áður hafa fundið, að mongólskum
fávitum yfirleitt sé síður hætt við tannskemmdum en öðr-
um börnum.
Prófessor Möller telur sennilegt, að flúorinn verki sem
lamandi eitur á efnakljúfa (enzym) líkamans og trufli
þannig eðlilegan líkamlegan og andlegan þorska fóst-
ursins.
Meðal mongólsku fávitanna, sem skoðaðir voru í sam-
bandi við ofangreinda rannsókn, fundust nokkrir með ský
á augasteini. Slíkt einkenni er tíðara í byggðarlögum, þar
sem flúormagn neyzluvatns er um 1 mg í lítra (en að því
marki er stefnt vði flúorblöndun) en í héruðum með litlu
flúormagni i neyzluvatni.
(Að mestu úr HÁLSA, 1959, 5).