Fréttablaðið - 09.12.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 09.12.2021, Síða 12
magdalena@frettabladid.is Stafræna auglýsingastofan Sahara hyggst opna útibú í Orlando í Banda- ríkjunum snemma á næsta ári. Davíð Lúther Sigurðarson, stofnandi og meðeigandi Sahara, segir að með opnun útibúsins vilji fyrirtækið vera í nálægð við sína helstu viðskiptavini og auglýsingafyrirtæki. Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum Markað- inum sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi. „Við þurfum að þjónusta okkar viðskiptavini og vera á sama stað og önnur stór auglýsingafyrirtæki erlendis. Fyrirtæki eins og Facebook, Instagram og öll þessi stóru fyrirtæki eru í Bandaríkjunum,“ segir Davíð og bætir við að með staðsetningunni fylgi aðgangur að hinum ýmsu miðl- um sem ekki er unnt að fá á Íslandi. „Við höfum fundið fyrir því síð- ustu fimm eða sex ár að við erum eftirbátur þegar kemur að aðgangi að auglýsingaplatformum. Þannig að við þurfum að fara nær þessum fyrir- tækjum til dæmis bara með því að fá aðgang að miðlum á borð við Pint- rest, TikTok og Spotify, en við höfum ekki aðgang að þessum miðlum hér á landi.“ Hann segir jafnframt að á undan- förnum misserum hafi erlendum viðskiptavinum fyrirtækisins fjölgað og því þurfi að nýta þau tækifæri sem felast í opnun útibúsins. „Við Íslendingar þekkjum Orlando vel því margir hafa ferðast þangað. Þarna úti eru mörg frábær fyrirtæki og einnig góðir starfsmenn með mikla reynslu. Við verðum að nýta þetta tækifæri til að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Aðspurður hvort erfitt hafi verið að fá rekstrarleyfi í Bandaríkjunum segir hann að ferlið hafi verið langt og strangt. „Þetta reyndist frekar erfitt og kom mér svolítið á óvart en þetta er allt upp á tíu núna og gengur vel.“ n Við þurfum að þjón- usta okkar viðskipta- vini og vera á sama stað og önnur stór auglýsingafyrirtæki erlendis. Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmda- stjóri og með- eigandi Sahara Stjórnarmaður í Samtökum íslenskra auglýsingastofa segir að æskilegt væri að þriðji aðili kæmi að mælingum á áhorfi á auglýsingar í sjón- varpi. Síminn og Sýn hafa dregið sig út úr Gallup-mæl- ingunum og segja fyrirtækin þær mælingar vera gallaðar. magdalena@frettabladid.is Samtök íslenskra auglýsingastofa (SÍA) kalla eftir auknu samræmi í mælingum á áhorfi á auglýsingar í sjónvarpi, en samtökin segja að erfitt geti reynst að bera saman upplýsingar úr mörgum áttum. „Í mjög langan tíma fengum við virkilega góðar upplýsingar frá Gallup. Nú er hins vegar staðan sú að Síminn og Sýn hafa dregið sig út úr því samstarfi og hafa byrjað að safna eigin gögnum. Það hefur valdið því að erfitt getur reynst fyrir okkur auglýsingastofur fyrir hönd auglýsenda að finna sam- ræmi í þessum upplýsingum,“ segir Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í SÍA og starfandi stjórnarformaður Hvíta hússins. Mag nú s Rag narsson, f ram- kvæmdastjóri sölu hjá Símanum, segir að ákveðinn galli hafi verið á mælingunum hjá Gallup. „Ástæðan fyrir því að við fórum út í að mæla þetta á okkar vegum og drógum okkur út úr Gallup- samstarfinu er sú að þessar mæl- ingar Gallup eru bæði gallaðar og stóru miðlunum í hag. Eftir því sem við höfum rannsakað þá fær Ríkis- útvarpið alltaf betri niðurstöðu en það á skilið, meðan allir hinir litlu miðlarnir koma verr út úr mæling- unum,“ segir Magnús og bætir við að mælingarnar sem Síminn standi fyrir nái til margfalt breiðari hóps. „Síðan 2004 hefur Gallup fram- kvæmt svokallaðar PPM-mælingar sem stendur fyrir Portable People Meter. Í því felst að ákveðinn hópur fólks gengur með nokkurs konar símboða í beltinu. Það eru aðeins nokkur hundruð mælar á landinu og ekki margir á til dæmis Austur- landi, meðan við erum að mæla í gegnum 65.000 myndlykla. Okkar mælingar gefa einfaldlega betri mynd af stöðunni. Við náum líka með þessu móti að mæla ólínu- lega áhorfið betur, en þar er mikill vöxtur í sjónvarpstekjum.“ Freyr Tómasson, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sýn, segir ástæðuna fyrir því að fyrirtækið hafi ákveðið að fara í sínar eigin mælingar hafi í grunninn verið sú að þeir hafi viljað fá betri yfirsýn yfir áhorf á sjónvarpsefni hjá Sýn og gefa betri endurgjöf til auglýsenda. „Við vitum að f leiri þúsund manns horfa á sjónvarpsefni Sýnar á hverjum degi í gegnum myndlykla, vefsjónvarp, app og vef og sáum tækifæri til að nýta þau gögn enn betur til að meta betur hverjir eru að horfa,“ segir Freyr og bætir við að mælingar þeirra séu nákvæmari en PPM-mælingar Gallup. „Það sem að við höfum fram yfir PPM er að við sjáum inni á hvaða heimili fólk er að horfa á sjónvarps- efni og með því að tengja okkar gagnaþýði við þjóðskrá getum við einnig séð hvaða aðrir einstaklingar á heimilinu hafa mögulega horft á sjónvarpsefnið. Þetta gefur okkur mikla innsýn í lýðfræði áhorfs, að við teljum með meiri vissu.“ Hann bætir við að Sýn sé með 30.000 myndlykla sem taka niður gögn á hverju degi. „Það sem gerist einnig þegar þú ert með minna þýði eins og Gal- lup hefur verið að vinna með, þá eykur það líkur á skekkju, sérstak- lega þegar áhorf er minna eins og til dæmis fyrir hádegi, en þá hafa PPM-mælarnir stundum ekki náð að greina áhorf á meðan við sjáum í gögnum okkar að fólk er vissulega að horfa.“ Anna Kristín bætir við að hún skilji á vissan hátt gagnrýni miðl- anna og að mælingar Gallup séu á vissan hátt barn síns tíma. „Gallup hefur í gegnum tíðina notast við svokallaðar PPM-mæling- ar þar sem fólk gengur með tæki sem mælir áhorf. Með breyttu áhorfi á sjónvarp er eðlilegt að skoða nýjar leiðir til mælinga þar sem neyslu- hegðun hefur breyst mjög mikið. Það má heldur ekki gleyma að Gal- lup gerir f leira, eins og að standa fyrir neyslukönnunum, og það eru fleiri markaðsrannsóknafyrirtæki á markaðnum. Gagnrýni miðlanna er þó ekki óréttmæt og það er rétt að þessar mælingar ná ekki að endur- spegla allt áhorf, en greiningarnar sem Síminn og Sýn standa í endur- spegla aðeins ákveðið mengi og það þarf líka að taka tillit til þess,“ segir Anna og bætir við að það sé ekki gott fyrir neinn þegar allir vinna hver í sínu horninu. „Það er áhugavert að fylgjast með hvernig Sýn í samstarfi við Data- Lab hefur þróað gervigreindar- tækni sem hjálpar til við að greina áhorf og nýtt sér tækni til að læra jafnóðum. Þetta er allt mjög spenn- andi, en óskandi fyrir auglýsendur að aðilar væru að vinna þetta í ein- hvers konar samstarfi. Í mörg ár var miðlægur grunnur þar sem þú fékkst allar neytenda- kannanir og slíkt. Þú gast líka treyst því að markaðsrannsóknafyritæki væri óháður aðili.“ Hún segir jafnframt að æskilegt væri að þriðji aðili kæmi að öflun þessara gagna. „Það sem við köllum eftir er samstarf. Það væri æskilegt að þriðji aðili kæmi að þessari upp- lýsingaöf lun og það þarf að vera hlutlaus aðili sem kemur að þessu,“ segir hún og bætir við að þessi óreiða í upplýsingamálum ýti undir að auglýsendur eigi erfiðara með að taka ákvörðum um hvar sé rétt að birta miðað við þann markhóp sem horft er til hverju sinni. n Auglýsingastofur kalla eftir auknu samræmi í mælingum Mikil aukning í auglýsingum á samfélagsmiðlum „Það hefur verið mikil aukning í auglýsingum á samfélagsmiðlum undanfarið,“ segir Anna Kristín og bætir við að það sé það sem ger- ist þegar auglýsingastofurnar fái svo ósamrýmanlegar upplýsingar. „Þá vilja auglýsendur fara leið sem sýnir sem bestar mælingar. Það hefur verið aukning hjá innlendu netmiðlunum sem og rafrænu útimiðlunum (útiskiltum), en aukningin er líka gífurlega mikil í erlendu miðlunum. Það er mikilvægt að tryggja að þessar birtinga- tekjur fari ekki allar úr landi og því þarf aukið samræmi í þessum efnum til að auglýsendur treysti innlendum gögnum sem snúa að innlendum neytendum.“ Anna Kristín segir að það hafi verið mikil aukning í auglýsingum á rafrænu úti- miðlunum eða útiskiltum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Magnús Ragnarsson, framkvæmda- stjóri sölu hjá Símanum Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í SÍA og starfandi stjórnarfor- maður Hvíta hússins FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Vilja aukna nálægð við viðskiptavini sína 12 Fréttir 9. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.