Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 16
FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 9. desember 2021 FIMMTUDAGUR Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Við miðjan norðanverðan Eyjafjörð er Kaldbakur, tignar- legt fjall sem iðulega er snævi þakið efst og speglast fallega í firðinum. Hann er jafnframt eitt hæsta fjallið við norðan- verðan fjörðinn og tilheyrir svokölluðum Látrafjöllum sem teygja sig norður Flateyjarskaga og skilja að Fjörður frá Eyjafirði. Neðan Kaldbaks er Grenivík, snoturt kauptún með um þrjú hundruð íbúa. Kaldbakur sést vel frá Akureyri og hefur löngum veitt norðlenskum rithöfundum og skáldum innblástur. Þannig kallaði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hann sitt „heilaga fjall“ og Hannes Pétursson hefur líkt honum við hvítabjörn sem liggur fram á lappir sínar. „Hann er úr grjóti og hryggur hans gnæfir í tæplega 1.200 m hæð yfir sjó. Einhver nefndi dýrið Kaldbak fyrir löngu. Kaldbakur tekur á sig hregg og svalvinda norðanáttar, og þess sér stað: túnin eru sæl með sig í Eyjafirði og lognið verður rjómaþykkt á innfirðinum. Í öllu logninu og veðurblíðunni heyrast hinir rödduðu sam- hljóðar í máli fólksins skýrar en annars væri!“. Tindur Kaldbaks var ein af sjö orkustöðvum á Íslandi sem sjáandinn Erla Stefánsdóttir heitin kortlagði, en hinar voru Snæfellsjökull, Mýrdalsjökull, Snæfell, Hlöðu- fell, Herðubreið og Hofsjökull sem var höfuðorkustöðin. Fyrrum var einnig sagt að Norðlendingar hafi farið upp á Kaldbak til að skyggnast eftir hafís, sem var þeirra versti óvinur og þeir óskuðu norður og niður ef til hans sást. Af tindinum er einstakt útsýni yfir allan Eyjafjörð, inn í Svarfaðardal og Hörgárdal, og á góðum degi glittir einn- ig í Skjálfanda, Mývatnsfjöll og jafnvel Herðubreið. Efst er varða sem hlaðin var af landmælingamönnum danska her- foringjaráðsins árið 1914, og talin vísir fyrstu landmælinga á Íslandi. Kaldbakur er auðveldur uppgöngu og tekur gangan báðar leiðir í kringum 5 klst. Hann er einnig frábært fjallaskíðafjall en brekkurnar ofan Grenivíkur eru þægi- legar uppgöngu og snjóflóðahætta lítil. Annar valkostur er að taka snjóbíl upp á tindinn, en síðla vetrar og á vorin er boðið upp á slíkar ferðir frá Grenivík. Oftast er skíðuð sama leið niður, en vant fjallaskíðafólk í góðu formi getur bætt við útúrdúrum niður í Fjörður eða norður að stór- fenglegri Látraströnd við Eyjafjörð. Reyndar þarf þá að skinna aftur upp á hvítabjörninn, en þar er jú orkustöð og batteríin hlaðin. Síðan er haldið áfram eftir hrygg bangsa niður að Grenivík. n Orkumikill hvítabjörn Kaldbakur (1197 m), til hægri, er eitt hæsta fjallið við austanverðan Eyjafjörð og er syðstur tilkomumikilla Látrafjalla sem rísa upp af Látraströnd, og sjást svo vel frá Dalvík. MYND/ÓMB Kaldbakur er frábært fjallaskíðafjall og þarna finna flestir brekkur við sitt hæfi. MYND/ÓMB Það kemur ekki á óvart að Kaldbakur hafi veitt skáldum og málurum innblástur en í kringum þennan snævi krýnda bangsa er miðnætursólin óvíða fallegri. MYND/RÍKHARÐUR BERGSTAÐ JÓNASSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.