Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 09.12.2021, Qupperneq 36
8 kynningarblað 9. desember 2021 FIMMTUDAGURHÆGINDASTÓLAR G Plan 6250 er stórglæsileg mubla. thordisg@frettabladid.is Þegar hægindastóllinn 6250 kom fyrst á markað, varð hann fljótt þekktur sem þægilegasti stóll í heimi. Það var breski húsgagna- framleiðandinn G Plan sem tefldi honum fyrst fram á markaðinn árið 1962, en fyrirtækið var stofnað árið 1898 og hefur að markmiði að skapa yfirmáta glæsilega og þægi- lega stóla og sófa. Stóllinn 6250 er einkar virðu- legur ásýndar, djúpur, víður og mjúkur, og með skemli í stíl veitir hann hámarksslökun. Þá er hann bæði á snúningsfæti og hægt að rugga honum. G Plan-hæg- indastóllinn var áberandi í kvik- myndum og sjón- varpi á sjöunda áratugnum. Hann varð heimsfrægur eftir að hafa sést sem stóll skúrks- ins Blofelds í James Bond-mynd- inni You Only Live Twice árið 1967. Þá sást hann líka í Bítlamyndinni Help! frá árinu 1965 þar sem John Lennon lét fara vel um sig í 6250-stól í húsi Bítlanna og lék þar á gítar. Framleiðslu 6250 var hætt árið 1982 en þrjátíu árum seinna, eða árið 2012, ákvað G Plan að endurvekja hönnun gamla hægindastólsins og kalla hann The Sixty Two. Hver einasti stóll er handgerður í hús- gagnaverksmiðju G Plan í Melks- ham á Englandi og hannaður til að standast tímans tönn. Stóllinn var upphaflega bólstr- aður í svörtum vínyl en fleiri litir komu síðar til sögunnar og fæst hann nú í tugum mismunandi áklæða og lúxusleðurs. The Sixty Two er afar stássleg mubla og þykir hinn fullkomni griðastaður þegar fólk vill njóta dekurs, vellíðunar og næðis með eigin hugsunum eða góðri bók. n Heimsins þægilegasti hægindastóll Eames hægindastóllinn á heim ili í Kaupmannahöfn. MYND/AÐSEND elin@frettabladid.is Það getur verið erfitt að finna góðan hægindastól. En hvað er það sem gerir góðan stól? Hann þarf að vera þægilegur að sitja í en að sama skapi þarf hann að vera fal- legur í stofu. Til eru nokkrir frægir stólar sem setja punktinn yfir i-ið í stofunni. Þeirra á meðal er Eames hægindastóllinn. Eames hægindastóllinn eftir Charles og Ray Eames er sagður vera í sérflokki þegar kemur að slíkum stólum. Hann var hann- aður árið 1956 og þótti strax vera mikill klassi yfir honum. Hönnuð- irnir vildu gera klassíska hönnun og markmið þeirra var að gera enn þægilegri stól en áður hafði þekkst. Innblásturinn kom frá hafnaboltahanska. Þessi stóll biður mann að setjast niður með góða bók í hönd og gleyma öllu öðru í kringum sig. n Innblástur út íþróttum Uppblásnir stólar voru það heitasta í stuttan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Uppblásanlegir hægindastólar komust í tísku seint á 10. áratugn- um og varla var til það unglinga- herbergi sem ekki skartaði slíkum stól. Stólarnir voru oft í skærum litum og pössuðu vel við lava- lampann sem lýsti upp herbergið. Í Bandaríkjunum urðu stólarnir vinsælir meðal háskólanema sem áttu litla peninga og lítið pláss fyrir húsgögn. Auðvelt var að flytja stólana milli staða og þeir voru líka góður kostur þegar rýma þurfti heimavistina fyrir sumarfrí. En þægilegir voru uppblásnu stólarnir ekki. Ef sest var í þá var ekki auð- velt að standa upp og föt þess sem sat urðu rafmögnuð. Jafnskjótt og stólarnir poppuðu upp í versl- unum hurfu þeir. Eftir aldamótin voru þeir alls ekki eftirsóknarverð- ir lengur, enda höfðu unglingarnir sem áttu þá fullorðnast og upp- götvað að uppblásanlegir stólar sem springa af minnsta tilefni eru ekki hentugustu húsgögnin. n Uppblásinn unglingadraumur RAFSTILLANLEGIR HLEÐSLUSTÓLAR • 3-MÓTORA HÆGINDASTÓLL • HANDVIRK OG ÞÆGILEG HÖFUÐPÚÐASTILLING 42°. • INNBYGGÐ HLEÐSLURAFHLAÐA SEM ENDIST 250 SINNUM FYRIR ALLA MÓTORA. EINSTÖK ÞÆGINDI OG SLÖKUNum jólin JAMES STÓLL MEÐ SKEMLI Verð 169.990.- ZERO GRAVITY POSEIDON RAFSTILLANLEGUR Verð 269.990 kr.- APOLLO RAFSTILLANLEGUR Verð 269.990.- IRIS RAFSTILLANLEGUR Verð 239.990.- MODULAX HÆGINDASTÓLAR BELGÍSK HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI Sæktu Modulax appið á modulax.be og skoðaðu hvernig stóllinn lítur út á þínu heimili ZERO GRAVITY PANDORA RAFSTILLANLEGUR Verð 249.990.- ALLA MODULAX STÓLA ER HÆGT AÐ SÉRPANTA SEM LYFTUSTÓLA STILLINGAR FRÁBÆR VERÐ Ve rð b irt m eð fy rir va ra u m in ns lá tta rv ill ur o g/ eð a br ey tin ga r. EIN HLEÐSLA ENDIST Í MÁNUÐ LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150 OPIÐ virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI VERSLUN & OUTLET – LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK UM FJÓRÐUNGUR LANDS- MANNA SEFUR Á DÝNU FRÁ SVEFN & HEILSU* *Samkvæmt könnun frá Gallup. Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.