Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 4
Verkefnastjóri hjá Barna­ heillum segir óásættanlegt að börnum sé mismunað eftir stöðu foreldra sinna. Jólin geti verið kvíðavaldandi fyrir börn sem búi við fátækt. Tæp þrettán prósent íslenskra barna eiga á hættu að búa við fátækt. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Margrét Júlía Rafnsdótt­ ir, verkefnastjóri hjá Barna heill­ um – Save the Children á Íslandi, segir það algjörlega óásættanlegt að börum á Íslandi sé mismunaði eftir efnahagslegri eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. „Tæp þrettán prósent barna á Íslandi eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun og þeim börnum er mismunað,“ segir Margrét. Helst séu það barnafjöl­ skyldur með lágar tekjur, fjölskyld­ ur með fötluð börn, fjölskyldur á f lótta, einstæðir foreldrar, foreldrar á örorkubótum og barnafjölskyld­ ur, sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og séu viðkvæmar fyrir fátækt og félagslegri einangrun. „Þess má geta að 90 prósent for­ eldra sem eru á örorkubótum á Íslandi segja bæturnar ófullnægj­ andi, 80 prósent geta ekki mætt óvæntum útgjöldum, 22 prósent geta ekki greitt skólamat fyrir börn sín og 19 prósent geta ekki greitt fyrir frístund eða tómstundir barna sinna,“ segir Margrét. Nú þegar líður að jólum segir Margrét vert að velta fyrir sér hvort öll börn eigi gleðileg jól og hafi jafna ástæðu til að hlakka til. „Því miður er það ekki svo. Hjá sumum þeirra vekur þessi tími kvíða og vanlíðan,“ segir hún. „Þau horfa á félaga sína njóta vellystinga og risastórra skógjafa og jólagjafa. Þau fá ekki tækifærin sem félagarnir fá og finnst þau jafn­ vel ekki eiga þau skilið,“ segir Mar­ grét. „Þau hlífa fjölskyldu sinni við vanmætti sínum og biðja ekki um það sem aðrir telja nauðsynjar lífs­ ins. Sum draga sig jafnvel í hlé, geta ekki, eða fá ekki, að taka þátt í sam­ félagi jafnaldra vegna stöðu sinnar.“ Spurð hvernig samfélagið geti brugðist við segir Margrét til að mynda góða byrjun að ræða við börn um mikilvægi virðingar fyrir margbreytileikanum. „Við getum rætt um mikilvægi þess að öll börn fái að tilheyra hópnum burtséð frá stöðu þeirra. Við getum lagt áherslu á að það að eiga eitthvað eða geta eitthvað, á aldrei að vera forsenda þess að fá að tilheyra,“ segir Margrét. „Við getum einnig skoðað eigin neyslu í jólamánuðinum,“ segir Margrét. „Með því að draga úr neyslu erum við jafnframt að vinna að umhverfisvernd, gegn loftslags­ breytingum og þar með að betri framtíð fyrir börn heimsins. Verum öll vakandi á aðventunni.“ n Nýjasta tíska Barnabarinn opnaði hárgreiðslustofu í Norræna húsinu í gær þar sem fullorðnir gátu nælt sér í jólaklippinguna hjá börnum. Barnabarinn er verkefni Krakka- veldis, sem eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Söngkonan Magga Stína var meðal þeirra sem naut þjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kristinnhaukur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn á bana­ slysinu á gatnamótum Gnoðar­ vogs og Skeiðarvogs 25. nóvember er langt komin. Kona á sjötugsaldri lést er hún varð fyrir strætisvagni. Samkvæmt Guðmundi Páli Jóns­ syni, lögreglufulltrúa á Stöð 1, hefur málið verið rannsakað sem saka­ mál frá upphafi. Á hann von á því að málið fari til ákærusviðs fyrir áramót. Tæknideild lögreglunnar og Rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn málsins og er aðeins lítil vinna eftir hjá fyrr­ nefndu stofnuninni. Guðmundur segir það síðan ákærusviðsins að meta hvort ákæra verði gefin út. „Þetta gæti heyrt undir mann­ dráp af gáleysi,“ segir Guðmundur. Strætisvagnabílstjórinn sem ók á konuna er í leyfi frá störfum. Sam­ kvæmt Jóhannesi Svavari Rúnars­ syni, framkvæmdastjóra Strætó, var um starfsmann verktaka að ræða. Strætó er með samninga við tvö verktakafyrirtæki í strætis­ vagnaakstri. „Það var ákvörðun verktakans að hann myndi ekki keyra,“ segir Jóhannes. Gerir hann ráð fyrir því að svo verði þar til niðurstaða fæst í þetta mál. n Strætóslysið rannsakað sem sakamál Blóm og kerti við gatnamótin þar sem konan lést. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR bth@frettabladid.is VEÐUR „Það er auðvitað til gamans gert að spá um jólaveðrið svo löngu fyrir hátíðina, en ég hallast að því að jólin verði víða rauð, ekki síst hér í henni Reykjavík,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Einar Sveinbjörnsson veður­ fræðingur birti í gær á blika.is erlend spágögn, þar sem flest bendir til að hlýindi verði víða um land dagana fyrir jól. Út frá samgöngum gæti veðrið aftur á móti litið ágætlega út. „Þegar loftmassinn yfir landinu er metinn út frá lengstu reiknuðu spám fram að jólum, hallast lík­ urnar að suðlægum áttum og að það verði meira og minna frostlaust til jóla. Úrkoman sem fellur verður því mest í formi rigningar. En spárnar geta auðvitað tekið breytingum eins og fólk þekkir, en svona sýnist mér þetta liggja í ár,“ segir Sigurður. Norðanlands virðist svipuð staða. „Þannig að ég læt mig hafa það að spá rauðum jólum víðast hvar þetta árið,“ segir Sigurður, eða Siggi stormur eins og hann er kallaður. n Allar líkur á rauðum jólum Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur Þau horfa á félaga sína njóta vellystinga og risastórra skógjafa og jólagjafa. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill um Ekki hafi öll börn ástæðu til að hlakka til jólanna Nánari umfjöllun í næstu viku á Sum börn biðja ekki um það sem aðrir telja nauðsynjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.