Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 57
Landsvirkjun leitar að þér, verkefnisstjóra starfsþróunar, sem hefur
brennandi áhuga á að skapa gróskumikið starfsumhverfi þar sem
starfsfólk þróast og vex í starfi. Þú hefur endalausan áhuga á störfum
annarra og veist fátt skemmtilegra en að hitta fólk þar sem það vinnur.
Landsvirkjun er þekkingarfyrirtæki sem hefur sett sér metnaðarfull
markmið sem framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður.
Helstu verkefni:
– greining á fræðsluþörf starfseininga
– rekstur á rafrænu fræðsluumhverfi
– skipulagning námskeiða og innri viðburða
– mótun áherslna varðandi starfsþróun og þekkingarstjórnun
– þátttaka í fjölbreyttum verkefnum hjá mannauði
Hæfniskröfur:
– framhaldsmenntun af háskólastigi sem nýtist í starfi
– reynsla af sambærilegum störfum
– brennandi áhugi á fólki
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember
Sótt er um starfið hjá Vinnvinn
vinnvinn.is
Vilt þú hjálpa öðrum
að þróast í starfi?
Starf
Festi starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið
sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla
á jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
• Almenn ráðgjöf og þjónusta á sviði viðskiptagreindar til
stjórnenda samstæðunnar
• Þarfagreining og þróun skýrslna og mælaborða í Power BI
og öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði samstæðunnar
• Hönnun og framsetning gagna og gagnavinnsla
• Ferlagreiningar til að nýta upplýsingatækni til hagræðingar
• Verkefnastjórn og þátttaka í þróun og innleiðingum nýrra
lausna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunar-, verk- eða viðskiptafræði.
Yfirgripsmikil reynsla af fyrirspurnarmálum; SQL og DAX
• Reynsla og góð kunnátta á PowerBI umhverfinu og notkun á
SSAS líkönum
• Þekking og reynsla af Microsoft Reporting Services er kostur
• Þekking og reynsla á TimeExtender og öðrum gagnavöruhúsum
er kostur
• Þekking á reikningshaldi og fjármálaferlum meðalstórra og stærri
fyrirtækja er kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Frumkvæði, kraftur og góð þjónustulund
Festi er móðurfélag N1, Krónunnar, ELKO og Bakkans vöruhótels. Hjá Festi starfar öflugur hópur fagfólks á ýmsum
sviðum sem þjónustar dótturfélögin í rekstri og framþróun.
Á fjármálasviði starfa um 30 manns við reikningshald, innheimtu, fjárstýringu og greiningar.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2021. Umsóknir óskast fylltar út á festi.is/cc/atvinna
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mki@festi.is
Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Festi leitar að sérfræðingi í viðskiptagreind og greiningum á fjármálasvið félagsins.
Helstu verkefni:
Leikskólinn Lækjarbrekka
auglýsir eftir leikskólakennara
Staða leikskólakennara
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í100%
stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu
fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn
er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 3.
janúar 2022.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið
er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem
hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum sam-
skiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig
eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til að starfa sem leikskólakennari.
• Góð samskiptahæfni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri 451-3430
netfang: skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina
ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á
skolastjori@strandabyggd.is
Óskað verður heimildar til upplýsingaöflunar úr sakaskrá
Í Strandabyggð búa um 450 manns og er Hólmavík þéttbýlisstaður
sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skóla-
starf öflugt. Boðið er upp á leikskólapláss fyrir börn frá 9 mánaða
aldri og auk grunnskóla fyrir börn frá 1.-10. bekk er á staðnum
dreifnámsbraut frá FNV fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.
Öflugt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf er í sveitarfélaginu,
s.s. skíðafélag, tveir kórar fyrir fullorðna, tónlistarskóli og áhuga-
leikfélag og hugað er að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín.