Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 36
mhj@frettabladid.is
Yfirþjálfarar landsliðanna, Björn
Björnsson og Hrefna Þorbjörg
Hákonardóttir, voru einstaklega
stolt af íslensku landsliðunum að
móti loknu. Þegar Fréttablaðið náði
af þeim tali strax eftir sigur kvenna-
liðsins áttu þau erfitt með að koma
tilfinningum sínum í orð. „Það
er erfitt að lýsa þessu. Við höfum
beðið lengi eftir þessu. Í rauninni
bara síðan 2012. Þetta hefur alltaf
verið naumt en sennilega aldrei
jafn naumt og núna. Það var virki-
lega gott að þetta lenti okkar megin
enda voru stelpurnar frábærar. Þær
lögðu sig allar fram og kláruðu þetta
með stæl,“ sagði Björn.
Kvennalandslið Íslands var 0,950
stigum á eftir Svíþjóð í undan-
keppninni en liðið bætti sig um 3,1
stig í úrslitunum og skilaði sigrinum
heim. Spurð um hvað hafi valdið því
sagði Björn þjálfarana alltaf fara
taktískt yfir undankeppnina og gera
viðeigandi breytingar fyrir úrslitin.
„Við lærum líka í undankeppninni
hvað andstæðingurinn er að gera og
hvernig þú þarft að byggja upp þitt
prógramm til að hámarka árangur-
inn. Þannig að það er ekki skrýtið
eins og við erum að sjá hjá stúlkna-
liðinu að þær eru að hækka sig um
fjóra heila,“ sagði Björn. Hrefna
bætti við að breytingarnar í ár væru
ögn meiri en vanalega og skilaði það
liðinu yfir línuna. „Það voru frekar
miklar breytingar sem skiluðu
okkur miklu. Við gerðum gólfið
mjög öruggt og fengum rosalega háa
gólfeinkunn,“ sagði Hrefna en bæði
stúlkna- og kvennalið Íslands báru
af á gólfinu. n
Erfitt að lýsa þessu
Landsliðsþjálfararnir Björn og Hrefna voru í skýjunum með árangur Íslands.
MYND/MAGNÚS H. JÓNASSON
mhj@frettabladid.is
Kolbrún Þöll Þorradóttir er ein
reynslumesta landsliðskonan í
kvennalandsliðinu þrátt fyrir ungan
aldur en hún varð 22 ára í gær. Kol-
brún fær það hlutverk að vera síðust
í öllum stökkumferðum íslenska
kvennalandsliðsins enda þarf erf-
iðleikinn að fara stigvaxandi með
hverju stökkinu. Kolbrún keppti
með eitt erfiðasta stökk mótsins
á EM bæði í undankeppninni og
í úrslitunum er hún gerði tvöfalt
heljarstökk með beinum líkama og
þrefaldri skrúfu. Það trylltist allt
í keppnishöllinni þegar Kolbrún
lenti stökkið.
Það eru fá stökk sem gefa liðinu
jafn mörg stig en Ísland þurfti á
öllum sínum stigum að halda til að
sigla sigrinum heim enda endaði
liðið með 57,250 stig eins og Svíþjóð.
Ísland fékk hins vegar 17,750 stig á
trampólíni og Svíþjóð 16,600 stig og
vann því Ísland á því að hafa unnið
bæði gólf og trampólín.
Kolbrún var í unglingalandslið-
inu sem vann EM árið 2012. Hún var
einnig í lykilhlutverki hjá unglinga-
landsliðinu árið 2014 þegar mótið
var haldið á Íslandi áður en hún fór
upp í meistaraflokk.
Kolbrún Þöll, Tinna Ólafsdóttir
og Hekla Mist Valgeirsdóttir hafa
nú unnið allt sem hægt er að vinna í
hópfimleikum. Þær hafa orðið Evr-
ópu- og Norðurlandameistarar í
unglinga- og fullorðinsflokki ásamt
því að hafa orðið bikar- og Íslands-
meistarar með Stjörnunni. n
Kolbrún Þöll er stigahæsti liðsmaður
íslenska kvennalandsliðsins
Hekla Mist,
Tinna Ólafs
og Kolbrún
einbeittar fyrir
næstu stökkum-
ferð. Þær hafa
nú unnið allt
sem hægt er í
hópfimleikum.
MYND/STEFÁN
PÁLSSON
Kolbrún Þöll var valin í lið mótsins á EM. MYND/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON
Fjórtán lönd sendu lið á EM
í ár og sendi Ísland landslið í
fjórum flokkum: Unglinga-
landslið stúlkna, blandað lið
unglinga og kvenna- og karla-
lið í fullorðinsflokki.
Öll landslið Íslands náðu á verð-
launapall á mótinu sem hefur aldrei
gerst áður og sýnir það þann mikla
undirbúning sem Fimleikasamband
Íslands, þjálfarar og keppendur, hafa
lagt í verkefnið í ár undir erfiðum
kringumstæðum vegna Covid.
Stúlknalandslið Íslands var hárs-
breidd frá því að gera Ísland að tvö-
földum Evrópumeisturum er liðið
endaði 0,1 stigi frá því sænska sem
tók titilinn heim.
Stelpurnar geta þó borið höfuðið
hátt enda gerðu þær frábært mót í
úrslitunum. Þær voru í þriðja sæti
eftir undankeppnina með 50,275
stig á eftir bæði bresku og sænsku
stúlkunum.
Þær flugu hins vegar upp í 54,200
stig í úrslitunum og flugu yfir Bret-
ana og söxuðu allverulega á forskot
Svíanna. Stelpurnar tóku silfrið heim
og er ljóst að framtíðin er svo sannar-
lega björt hjá Íslandi á næstu árum.
Blandaða unglingalandsliðið
nældi sér síðan í bronsverðlaun en
liðið, líkt og stúlknaliðið, átti frábær
úrslit. Bætti liðið sig um næstum tvö
stig úr undankeppninni og er ljóst
að íslensku liðunum líður vel undir
pressu. Jóhann Gunnar Finnsson
flaug manna hæst á trampólíninu
sem skilaði liðinu mikilvægum
stigum.
Sögulegt Evrópumeistaramót hjá Íslandi
Blandaða unglingalandsliðið nældi sér í brons á EM í ár. MYNDIR/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON
Stúlknalandslið Íslands bar af á gólfinu á EM. Ísland var
grátlega nálægt því að vinna tvöfalt á mótinu í ár.
Karlalandslið Íslands fagnaði ákaft
eftir að Helgi lenti í síðasta stökki.
Magnús Heimir
Jónasson
mhj
@frettabladid.is
Kolbrún, Tinna og
Hekla hafa unnið allt
sem hægt er að vinna.
Stúlknalandslið
Íslands var hársbreidd
frá því að gera Ísland
að tvöföldum Evrópu-
meisturum. Stelpurnar
geta þó borið höfuðið
hátt enda gerðu þær
frábært mót í úrslit-
unum.
Rúmur áratugur er síðan Ísland
sendi karlalið á EM síðast og verður
að segjast að karlaliðið sem mætti
til leiks í ár var vissulega í öðrum
gæðaf lokki en fyrri lið Íslands.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson, einn af
lykilmönnum liðsins, lokaði mótinu
með tvöföldu framheljarstökki með
beinum líkama og tveimur og hálfri
skrúfu en enginn hefur gert svo erfitt
stökk á EM áður. Það ætlaði allt um
koll að keyra bæði innan liðsins og
hjá íslensku stuðningsmönnunum
þegar hann negldi það. Íslenskt
karlalandslið hefur aldrei lent á verð-
launapalli áður og fór svo að strák-
arnir nældu sér í silfur á mótinu í ár.
Þar sem Evrópumeistaramótið í ár
átti í raun að fara fram 2020 eru ekki
nema níu mánuðir í næsta mót. Það
verður því virkilega gaman að fylgj-
ast með liðum Íslands í eldlínunni
aftur að ári. n
Við höfum beðið lengi
eftir þessu. Í rauninni
bara síðan 2012. Þetta
hefur alltaf verið
naumt en sennilega
aldrei jafn naumt og
núna.
34 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ