Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 88
Nat iur antem faccus si
verum eos re pere,
omnis derror sum el
incimendelit dolupti-
um reicamagnis derro
njall@frettabladid.is
Það er óhætt að segja að Henn
esseyhönnunarfyrirtækið hugsi út
fyrir kassann, en þar á bæ er í smíð
um harla óvenjulegt ökutæki. Farar
tækið kallast Project Deep Space og
er sex hjóla ofurbíll. Verður hann
fjögurra sæta þar sem ökumaðurinn
situr einn fremst, tveir fyrir aftan
hann og síðasti farþeginn aftast
fyrir miðju. Segir John Hennessey
sjálfur að þessi bíll verði f ljótastur
fjögurra sæta bíla í 320 km á klst.
Þegar er hafin smíði á bílnum
sem verður frumsýndur 2026 og
er þegar búið að selja það eintak,
en alls verða 105 eintök smíðuð.
Hennessey hefur verið að gæla við
rafdrifinn ofurbíl í nokkurn tíma
en glímt við þekkt vandamál sem
er að ná niður þyngd, sem gengur
ekki alltaf saman við háa hestafla
tölu raf bíla sem þurfa f leiri mót
ora og stærri rafhlöður. Þess vegna
fóru þeir þá leið að sætta sig við að
bíllinn yrði yfir tvö tonn og ekki
aðeins tveggja sæta. Bíllinn verður
með mótor á hverju hjóli og að
sögn Hennessey er ekki óalgengt
að hver mótor geti skilað allt að
400 hestöflum í svona bíl. Ef slíkur
mótor verður við hvert hjól verður
hestaf latalan stjarnfræðileg, eða
2.400 hestöfl. Það eru fyrirtæki eins
og Pennzoil, sem er í eigu Shell, og
Delta, sem Cosworth á, sem eru í
samstarfi við Hennessey um þróun
rafmótoranna. n
Sex hjóla ofurbíll frá Hennessey
Bíllinn er harla óvenjulegur að sjá frá hlið, enda lengdin á við tvo smábíla.
Renaultmerkið setti ný við
mið árekstrarprófa á árum
áður og Laguna var fyrsti
bíllinn til að fá fimm stjörnur
í prófunum EuroNCAP árið
2001. Tveir bílar frá merkinu
stóðu sig illa í síðustu próf
unum og féllu af stjörnu
himninum með látum.
njall@frettabladid.is
Ný útgáfa Renault Zoe fékk 0 stjörn
ur í árekstrarprófi EuroNCAP um
daginn og varð þar með þriðji bíll
inn í sögunni til að fá þessa skamm
arlegu einkunn. Fyrri útgáfa Zoe
fékk fimm stjörnur á prófinu árið
2013 og útskýrist þessi mikli munur
meðal annars af því að bíllinn hefur
ekki fylgt þeim auknu kröfum sem
gerðar eru til nýrra bíla í dag þegar
kemur að öryggi.
Það var aðallega í árekstrar
prófi að framan og á hlið sem Zoe
stóð sig illa, en öryggispúði fyrir
hliðar árekstur er nú minni og veitir
minni vörn en áður, sérstaklega fyrir
höfuð. Í hliðarárekstrarprófi á staur
hefði þriðjungur meiðsla orðið mjög
alvarlegur og leitt til dauða. Einkunn
fyrir öryggi fyrir fullorðna farþega
er aðeins 43%, sem er sú versta í 11
ár. Auk þess vantar í Zoe öryggisbún
að sem er orðinn staðalbúnaður í vel
f lestum bílum í dag. Er þar átt við
veglínuskynjara og neyðarhemlun
til að mynda, en öryggisbúnaðurinn
fékk aðeins 14% einkunn í prófinu
sem er 61% fyrir neðan meðaltalið í
prófununum. Annar bíll frá Renault
fékk einnig slæma einkunn í síðustu
prófunum EruoNCAP, en það var
Dacia Spring EV sem væntanlegur er
á næsta ári. Hann fékk aðeins eina
stjörnu. Aðrir bílar stóðu sig vel eins
og BMW iX sem veitir 91% vörn fyrir
fullorðna farþega. Mercedes EQS
stóð sig samt best af öllum, með 96%
vörn fyrir fullorðna farþega n.
Renault Zoe fær 0 stjörnur í
árekstrarprófi EuroNCAP
Renault Zoe-rafbíllinn er aðeins sá þriðji í röðinni til að fá þessa lágu einkunn, en hann stóð sig verst í árekstri frá hlið.
MYND/EURONCAP
njall@frettabladid.is
GM Defense er deild innan GM sem
sér um að hanna og smíða farar
tæki fyrir ameríska herinn. Þar á
bæ er verið að vinna að útgáfu af
Hummerrafpallbílnum til hern
aðarnota, en hugmyndin er að nota
hann sem könnunarökutæki.
Skiptir þar miklu máli hversu
hljóðlátur raf bíllinn er. Bíllinn
verður þó ekkert líkur núverandi
Hummer EV, en mun þó nota sama
undirvagn, rafmótora og rafhlöðu.
Búast má við bíl sem er með bryn
vörn og brynjuðum undirvagni
eins og hvert annað hernaðar
ökutæki, auk þess sem búnaður
hans verður töluvert öðruvísi.
Búast má við að fyrstu gerðir hans
líti dagsins ljós á næsta ári. Ákvörð
un um framleiðslu hans fyrir her
inn verður þó ekki tekin fyrr en um
miðjan áratuginn. n
Hummer EV
pallbíllinn til
hersins
Hernaðarútgáfa rafdrifins Hummer
verður eflaust talsvert frábrugðin
borgaralegri útgáfu hans.
Fyrri útgáfa Renault
Zoe fékk fimm stjörnur
á prófinu árið 2013 en
munurinn útskýrist
af auknum kröfum í
prófununum.
Ef 400 hestafla mótor
verður á hverju hjóli
verður hestaflatalan
stjarnfræðileg, eða
2.400 hestöfl.
Upplýsingar um sölustaði
er að finna á glediskruddan.is
glediskruddan glediskruddan
Höfundar: Marit & Yrja.
Gleðiskruddan
er dagbók fyrir
börn á aldrinum
6-15 ára sem byggir
á hugmyndafræði
jákvæðrar
sálfræði.
„Ég mæli einlæglega með
Gleðiskruddunni sem er
frábær bók til að virkja
börn í að efla vellíðan,
bjartsýni og þrautseigju“
-Bryndís Jóna,
Núvitundarsetrinu-
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR