Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 104
Hættulegar verslanir
Birgir Örn Steinarsson
sálfræðingur og tónlistarmaður
„Er enn á lífi. Ekki heyrt lagið.
Hættusvæði eru klárlega versl-
anir, veitingastaðir og leigubílar.
Fer stundum með heyrnartól í
slíkar aðstæður.“
Góð andleg líðan
Auður Jónsdóttir
rithöfundur
„Sko, ég hvítagaldraði þetta
og hef bara ekkert heyrt Last
Christmas. Mér líður alveg hreint
ágætilega, satt að segja. Ég hef
reyndar forðast bari, verslunar-
miðstöðvar, útvarpstækið og
leigubíla, sérstaklega, til að halda
mér inni í leiknum, en er ekki frá því að allt þetta
hafi bara haft nokkuð uppbyggjandi áhrif á and-
lega líðan mína, miðað við allt og allt.“
Leikur að eldi
Guðmundur Steingrímsson
rithöfundur
„Ég hef náð að sneiða hjá laginu.
Ég hef þó leikið mér að eldinum.
Fór til dæmis í Ikea. Íhugaði að
hafa á mér heyrnartól þar, en tók
áhættuna. Ískaldur. Eitt síðdegið
fór Alexía að versla í matinn, en
ekki ég. Hefði getað verið ég. Last
Christmas var í Nettó, sagði hún. Ég hefði stein-
drepist.“
Hatar þessa keppni
Kristlín Dís Ingilínardóttir
blaðakona
„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hef ég ekki heyrt svo mikið sem
eina nótu af þessu ástsæla lagi í
mánuðinum, líklega í fyrsta sinn
á ævinni sem desembermán-
uður hefur farið svona illa með
mig. Það voru sérleg vonbrigði
að það skaut ekki einu sinni upp kollinum
þegar ég var með stillt á jólastöðina, þá þrjá
daga sem ég var með bíl í láni. Áfall. Ég hata
þessa keppni. Langar bara að setja George á
fóninn og gleyma þessu!
Allt Hunky Dory
Jón Óskar
myndlistarmaður
„Hér er allt Hunky Dory og ég tel
mig nokkuð öruggan. Ég hlusta
aðallega á Rás 1 og þar ekkert jóla-
popp í gangi. Svanhildur Jakobs
og KK gætu þó komið aftan að
mér á morgnana.“
Ekki í áhættuhópi
Kara Kristel
samfélagsmiðlastjarna
„Ekki heyrt lagið! Amazing,“ segir
Kara Kristel og bætir aðspurð við
að hún sé ekki mikið að stofna
sér í hættu með jólalagaspilunar-
listum og þvælingi í verslunum.
„Neibb, hlusta bara a true crime
podköst.“
Öll uppistandandi
í Whamageddon
Allar aðventuhetjur Frétta-
blaðsins eru enn uppistand-
andi þegar tíu dagar eru liðnir
af leiknum Whamageddon,
sem gengur út á að komast
hjá því að heyra jólalagið
margrómaða og alræmda Last
Christmas með Wham! frá 1.
desember til jóla.
toti@frettabladid.is
Keppendur um víða veröld greina
frá falli sínu á Facebook-síðu leiks-
ins, þar sem fólk fellur unnvörpum
fyrir draugum liðinna jóla, þeim
George Michael og Andrew Ridge-
ley. Heimskort Whamageddon er
því farið að minna skuggalega á
sambærilegt Covid kort. Rauðum
punktum fjölgar stöðugt og ástand-
ið þykir sérlega slæmt í Danmörku
sem er í rjúkandi rúst og ástandið er
litlu skárra í Bandaríkjunum. Eitt-
hvað hefur einnig spurst af Wham-
falli á Íslandi en okkar fólk, sex-
menningarnir vösku, stendur enn
óbugað þótt það fari misvarlega. n
George Michael og Andrew Ridgeley ætla að reynast mörgum skeinuhættir
og mannfallið í Whamageddon er þegar orðið mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Eyjólfur B. Eyvindarson,
betur þekktur sem rapparinn
Sesar A, fagnar tuttugu árum
í rappbransanum um þessar
mundir. Hljómsveit hans
Mæðraveldið hyggur á útgáfu-
tónleika rauðrar vínilplötu í
tilefni tímamótanna í næsta
mánuði.
odduraevar@frettabladid.is
Sesar A hefur lengi verið þekkt
stærð í íslensku tónlistarlífi og þá
helst á rappsenunni. Hann stendur á
ánægjulegum tímamótum þar sem
tuttugu ár eru liðin frá því hann gaf
út sína fyrstu plötu, Stormurinn á
eftir logninu. „Þetta eru tímamót,“
viðurkennir rapparinn, enda var
um að ræða fyrstu rappplötuna sem
var alfarið á íslensku.
„Þarna var sveitaballatónlistin
það sem allir voru að syngja og
dansa við,“ útskýrir Sesar A og
segir hann tímana svo sannarlega
hafa breyst. „Núna er rappið komið
þangað. Dóttir félaga míns er átta
ára gömul og hlustar til dæmis ekki
á tónlist með gítar í. Þegar ég var að
alast upp var gítar í öllu og lag ekki
lag ef það var ekki gæi með gítar-
sóló,“ segir rapparinn.
Sesar A hefur stundum verið
nefndur afi íslensks hipp hopps
enda frumkvöðull senunnar og
eldri bróðir Erps Eyvindarsonar,
þekktasta rappara landsins. „Ég
var fyrst kallaður þetta þegar ég var
ekki nema tvítugur. Bent kallaði
mig þetta því honum fannst ég vera
svo notalegur,“ segir rapparinn
hlæjandi.
Mæðraveldið, hljómsveit Sesars
A, safnaði fyrir útgáfu nýrrar plötu
á Karolina Fund en ráðist var í gerð
hennar í tilefni af tímamótunum.
„Hún snargekk,“ segir hann um
söfnunina. „En svo hefur orðið töf á
því að fá vínilplötuna í hendurnar.
Við búumst við henni í næsta mán-
uði og þá verður veisla og útgáfutón-
leikar.“ n
Afi íslensks hipp hopps í tuttugu ár
Auk Sesars A er
sveitin skipuð
Þórdísi Claessen
á bassa og Mar-
gréti G. Thor-
oddsen, sem
syngur og leikur
á hljómborð.
MYND/AÐSEND
Mæðraveldið
boðar til veislu
í næsta mánuði
samhliða út-
gáfu plötunnar
á tuttugu ára
afmæli Sesars.
MYND/AÐSEND
www.hei.is
CPH spítalinn í Kaupmannahöfn hefur
þjónustað Íslendinga varðandi
liðskiptiaðgerðir og fleira.
Þeir sem þurfa að bíða eftir aðgerð í 3
mánuðir eða lengur eiga rétt á að
Sjúkratryggingar Íslands greiði allan kostnaði
við aðgerð og ferðalag.
Nánari upplýsingar:
www.hei.is/lidskipti/
Sími 8 200 725
Liðskiptiaðgerðir í Kaupmannahöfn
78 Lífið 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ