Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 34
Eftir þrjá titla í röð fékk sænska kvennalandsliðið að hlusta á íslenska þjóð-
sönginn á Evrópurmeistaramóti í ár. Í fyrsta sinn frá árinu 2012.
Þorgeir Ívarsson landsliðsþjálfari bar Andreu á bakinu svo hún gæti fagnað
með íslensku stuðningsmönnunum eftir verðlaunaafhendinguna.
Andrea í faðmlögum við Karen Sif
Viktorsdóttur landsliðsþjálfara á
meðan Ásdís sjúkraþjálfari reynir að
komast að henni.
„Ég talaði um
það eftir að ég
sleit hásinina.
Ég hefði meira
verið til í að
vinna mótið
og slíta hásin
heldur en að
hafa fengið
Covid og ekkert
af þessu hefði
gerst,“ segir
Andrea Sif.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
stakk upp á því að hún prófaði
að skipta yfir. Hún hafði ekki verið
nema tvö ár í hópfimleikum þegar
hún var valin í unglingalandsliðið
og fór á sitt fyrsta Evrópumeistara
mót árið 2010.
Sama ár vann Íslandsmeistaralið
Gerplu Evrópumeistaratitilinn fyrir
Íslands hönd og breytti vegferð
íþróttarinnar hér heima til muna.
Andrea var aðeins fjórtán ára
gömul á sínu fyrsta Evrópumeist
aramóti með unglingaliðinu og
minnist þess eins að hafa alls ekki
verið sú besta í liðinu.
„Við vorum nokkrar þarna fjór
tán ára á meðan liðið var mest
megnis stelpur á menntaskólaaldri,“
segir Andrea. „Ég man bara að það
var rosalega gaman,“ segir Andrea
og hlær. Á þeim tíma var hún ekki
nægilega góð til að keppa með lið
inu á trampólíni en tók þátt í gólf
æfingum og dýnu.
Það gekk allt upp
Árið 2012 kom svo seinni Evrópu
meistaratitill Íslands í kvennaflokki
en á sama móti varð Ísland einnig
Evrópumeistari unglinga.
Andrea var þá farin að spila
stærra hlutverk með unglinga
landsliðinu og segir að árið 2012
hafi verið „draumaverkefni“ hjá
landsliðinu. „Það gekk allt upp,“
segir Andrea. „Við vorum ekkert að
pæla í því að verða Evrópumeistarar
unglinga heldur bara að komast í
úrslit á því móti,“ segir hún.
Áhorfendur og aðrir keppendur
fylgdust vel með unglingaliði
Íslands á mótinu enda ljóst að virki
lega öflug kynslóð fimleikakvenna
var að koma upp. Andrea segir
stelpurnar alls ekki hafa áttað sig á
hvers vegna þær fengu svona mikla
athygli. „Okkur fannst það rosa
lega gaman en pældum ekkert í því.
Núna veit maður af hverju allir eru
að fylgjast með okkur.“
Alltaf hársbreidd frá titlinum
Athyglin á íþróttinni sprakk út
eftir Evrópumeistaramótið 2012
og minnist Andrea þess þegar mót
tökunefnd tók á móti liðunum
tveimur á Keflavíkurflugvelli.
Næsta Evrópumeistaramót var
síðan haldið á Íslandi árið 2014 og
ætlaði íslenska kvennalandsliðið sér
að taka þriðja sigurinn í röð og nú á
heimavelli.
Þó nokkrar stelpur úr unglinga
landsliðinu sem vann titilinn 2012
voru komnar inn í kvennalands
liðið, þar á meðal Andrea.
„Þarna voru eldri stelpurnar
búnar að vinna tvisvar þannig að
við héldum bara að við gætum
unnið,“ segir Andrea. Líkt og áður
var Ísland í harðri baráttu við
sænsku stelpurnar um titilinn og
munaði ekki nema 0,3 stigum á
liðunum í undankeppninni. Lykil
maður liðsins, Vala Sigfinnsdóttir,
sleit krossband á stökki yfir hest
á undanúrslitadeginum og þurfti
liðið að aðlagast því.
„Við missum þar stelpu úr öllum
stökkumferðum og það var alveg
smá áfall fyrir liðið,“ segir Andrea.
Líkt og aðrar innanhússíþróttir á
Íslandi hafa landsliðin í fimleikum
ekkert íþróttahús til sinna afnota
og fór mótið því fram í frjálsíþrótta
salnum í Laugardalshöllinni með
sérinnf luttri stúku. Íslendingar
troðfylltu höllina og voru um fimm
þúsund manns í sætum allt mótið.
Svíar höfðu þó betur með ekki
nema 0,7 stigum og var því draumur
íslenska kvennalandsliðsins um að
öðlast titilinn á heimavelli fyrir bí.
„Það var mjög sárt,“ segir Andrea.
„Þetta er samt örugglega eitt uppá
halds mótið mitt. Ég hef aldrei upp
lifað aðra eins stemmingu.“
Þrautaganga kvennaliðsins hélt
síðan áfram árið 2016 þegar liðið
hélt til Maribor í Slóveníu. „Þá mun
aði 0,266 stigum. Það var virkilega
fúlt því við áttum mjög gott mót,“
segir Andrea sem fékk þá aðra silf
urmedalíu um hálsinn í Slóveníu.
Hún segir liðið augljóslega hafa
skort smá reynslu í Slóveníu þar sem
Svo ræddum við um
þetta eftir mótið: Jæja,
nú er þetta komið – en
við erum ekkert að fara
að hætta – en það er
gott að vita að þetta sé
komið.
eftir það var okkur sagt að mótið
hefði verið fært fram í apríl 2021. Þá
var ákveðið að halda Íslandsmeist
aramótið í september 2020 sem var
svo frestað vegna bylgju.“
Danir ákváðu síðan að halda
ekki mótið og tóku Portúgalar við
því. Stelpurnar fengu tæpt ár til
undirbúnings. Skömmu fyrir mót
fóru smittölur hækkandi og Andr
ea segir keppendur hafa haldið sig
í eins konar sjálfskipaðri sóttkví til
að forðast smit innan liðsins.
Staðráðin í að klára mótið
„Ég hefði frekar viljað vinna mótið
og slíta hásin heldur en að hafa
fengið Covid og ekkert af þessu
hefði gerst. Ég er miklu frekar til í
hálft ár af endurhæfingu. Ég komst
á þetta mót, við unnum þetta mót
og ég var búin að vinna að því í allt
of langan tíma,“ segir Andrea.
Íslensku landsliðin lentu ítrekað
í því að æfingum var frestað eða að
þær væru færðar til vegna Covid
19 og þá gat Andrea hvílt hásinina.
„Ég fann fyrir henni í septem
ber í fyrra og fór í sjúkraþjálfun.
Síðan kemur Covidbylgja og við
stöðvum æfingar enda var húsinu
lokað. Þá kemur verkurinn ekki
aftur,“ segir Andrea. „Síðan togna
ég í læri í maí. Þá minnka ég álagið
og finn heldur ekkert fyrir hásin
inni þá. Svo kom þetta aftur upp
núna þegar álagið jókst. Æfingar í
mismunandi æfingasölum á mis
munandi stífum áhöldum,“ segir
Andrea. „Við minnkuðum álagið
í nóvember. Þá fór þetta. Tveimur
til þremur vikum fyrir brottför fór
hún svo aftur að angra mig.”
Hún segir það þó aldrei hafa
komið til greina að klára ekki mótið.
Adrenalínið hélt henni gangandi í
gegnum undanúrslitin en í úrslit
unum meiddi hún sig örlítið á gólf
æfingum. „Ég var að gera forhoppið
og mér leið eins og ég væri sein og
f lýtti mér aðeins inn. Ég lenti því
hallandi eftir arabastökkið og flýtti
mér í næsta spor.“
Í upphitun fyrir síðasta áhaldið,
dýnuna, var verkurinn hins vegar
farinn. „Í upphitun gerði ég besta
tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri
skrúfu sem ég hef gert á ævinni.
Þannig ég fór inn á á dýnuna og
hugsaði: Djöfull er ég í til í þetta,“
segir Andrea, en svo fór sem fór.
Þar sem mótið í ár var raun EM
2020 verður annað mót árið 2022.
Andrea segist hvergi nærri hætt í
fimleikum þó hún vissulega finni
meira fyrir hásininni eftir aðgerð en
í spennufallinu eftir mótið. „Stóra
markmiðið er að ná EM aftur eftir
níu mánuði en við verðum bara að
sjá hvernig það fer,“ segir Andrea
sem tekur sér verðskuldaða hvíld
næstu mánuðina. n
Íslenska kvennalandsliðið leyndi ekki ánægju sinni eftir að þær fengu bikarinn
í hendurnar og hlupu um keppnishöllina. MYNDIR/STEFÁN ÞÓR FRIÐRIKSSON
þreytan á þriðja keyrsludeginum
náði þeim að lokum. „Við kunnum
fullt en við náðum ekki að skila því
þegar við vorum ógeðslega þreyttar.
Þannig að við þurftum að breyta
stökkumferðum,“ segir Andrea. „Við
vorum kannski aðeins of ungar og
óreyndar til að geta skilað góðum
æfingum þrisvar í röð.“
Vonbrigði liðsins endurtóku sig
á ný í Odivelas í Portúgal árið 2018
er kvennaliðið tók enn eitt silfrið
heim. Andrea segir liðið hafa verið
virkilega sterkt árið 2018 en vantað
örlítið upp á framkvæmd á tramp
ólíninu.
„Við ætluðum okkur alltaf að
vinna öll mótin og vorum alltaf að
færast nær. Við vorum fyrst 0,7 stig
um frá titlinum, svo 0,266 stigum og
svo 0,2 stigum frá titlinum,“ segir
Andrea sem augljóslega hefur ekki
gleymt hversu litlu hefur munað á
síðustu árum.
Erum ekkert að fara að hætta
Spurð hvort það hafi komið til
greina að hætta eftir þriðja Evrópu
meistaramótið hlær Andrea létt að
blaðamanni. „Ég og Kolbrún Þöll
(Þorradóttir) höfum oft talað um
það að við myndum ekki hætta fyrr
en þessi titill væri kominn í hús. Svo
ræddum við um þetta eftir mótið:
Jæja, nú er þetta komið – en við
erum ekkert að fara hætta – en það
er gott að vita að þetta sé komið,“
segir Andrea og hlær.
Hún segir þungu fargi hafi verið
af sér létt þegar úrslitin voru ljós á
mótinu í ár en álagið á landsliðinu
var mun meira en áður, meðal ann
ars vegna heimsfaraldurs Covid19.
„Evrópumeistaramótið átti nátt
úrlega að vera í Danmörku í fyrra og
við höfum aldrei verið jafntilbúnar
og þá. Svo kom sumarfrí og fljótlega
32 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ