Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 78
Í dag endurspegla jóla-
verurnar fjölmenningar-
samfélagið á Íslandi sem
við búum í enn frekar.
Lambafrelsir var fyrstur,
laumaðist fjárhúsin í.
Ekkert þó vildi með féð,
annað en sleppa því.
01 Lambafrelsir
02 Hænuhvísla
03 Ljúfur
04 Þarasmjatta
05 Hafraþamba
06 Berjatína
07 Tófúpressir
08 Hummusgerður
09 Vökvareykir
10 E-efnagægir
11 Raknakrefur
12 Plöntuklókur
13 Smjörlíkir
Vegan jólaverurnar
Vegan jólaverur dúkkuðu upp í
íslensku samfélagi fyrir nokkrum
árum og pluma sig vel, að sögn
Samtaka grænkera.
arnartomas@frettabladid.is
Samhliða jólasveinunum þrettán sem
eru landsmönnum kunnugastir, byrja
aðrar jólaverur að tínast til byggða um
helgina. Það eru hinar svokölluðu vegan
jólaverur sem skutu fyrst upp kollinum
árið 2018 og eru bæði vænar og grænar.
Þessar nýstárlegu en þjóðlegu vættir
eru tilkomnar á vegum Samtaka græn-
kera, sem fengu Jóhannes Árnason til
að semja vísur um verurnar í anda vísna
Jóhannesar úr Kötlum um sveinana
þrettán. Fyrstur til byggða er Lamba-
frelsir, sem frelsar lömb frekar en að
borða þau, og fylgja systkini hans tólf
daglega þar á eftir.
„Verurnar hafa verið að pluma sig
mjög vel, og eru sérstaklega vinsælar
meðal okkar grænkera og barnanna
okkar sem hafa kynnst þeim,“ segir Val-
gerður Árnadóttir, formaður Samtaka
grænkera, sem segir að verurnar hafi
verið uppfærðar aðeins í gegnum árin. „Í
dag endurspegla jólaverurnar fjölmenn-
ingarsamfélagið á Íslandi sem við búum
í enn frekar.“
Verurnar eru þannig alls konar, en til
að mynda er E-efnagægir á einhverfu-
rófinu og Rakakrefur hán.
Misjafn smekkur
Aðspurð hvort einhver vera sé vinsælli
en önnur, segir Valgerður að það fari
einna helst eftir smekk barnanna.
„Á mínu heimili er það Ljúfur, sem
tamdi Jólaköttinn, en hann er voða
krúttlegur,“ segir hún. „Svo er það Tófú-
pressir sem er svo sterkur og mikill kall.
Svo kemur Þarasmjatta líka sterk inn,
en mörg börn í dag fá þara með í nesti í
skólann í staðinn fyrir kex eða eitthvað
álíka.“
Valgerður segir að jólaverurnar séu
ekki í samkeppni við jólasveinana en
séu frekar viðbót við jólahefðina.
„Barnið mitt býr á tveimur heimilum
– hjá pabba hans eru hefðbundnu jóla-
sveinarnir og hjá mér eru það jólaver-
urnar, og honum finnst það bara mjög
skemmtilegt,“ útskýrir hún. „Jólasvein-
arnir eru svo sögulega auðvitað miklu
fleiri en bara þrettán.“
Þegar fyrst var tilkynnt um jólaver-
urnar fóru þær öfugt ofan í suma, sem
töldu að um einhvers konar áróður væri
að ræða. Valgerður minnir á hvernig
hefðir eiga það til að breytast í gegnum
ár og aldir.
„Það fussa margir yfir nýjum hefðum
og vilja helst engu breyta, en það má
benda á að það eru bara hundrað ár
síðan Jóhannes úr Kötlum ákvað að jóla-
sveinarnir væru bara þrettán og fimmtíu
ár síðan fólk fór að borða hamborgar-
hrygg á jólunum,“ segir hún. „Hefðir
breytast með tíðarandanum og okkur
finnst mikilvægast að allir geti séð sig í
samfélaginu og líka á jólunum.“ ■
Jólaverurnar vænu og
grænu halda til byggða
Valgerður segir að það sé mikilvægt að hægt sé að velja jólahefðir sem henti hverjum
og einum. Jólaverunum sé ekki ætlað að koma í stað sveinanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Sú fjórða Þarasmjatta,
fjöruna leitar í.
Söl í sækir og þara,
snefilefnin fær úr því.
Hænuhvísla var önnur,
hafði ekki hátt.
Fiðraða vini frelsaði,
forðaði um næstu gátt.
Plöntuklókur sá tólfti,
pælir í öllum gróðri.
Gjarnan sést í garðinum,
eða að gægjast út úr rjóðri
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir
frá Múlastekk í Skriðdal,
fædd 3. apríl 1933,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 5. desember síðastliðinn.
Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju á Lúsíudag
13. desember kl. 10 -11, í viðurvist allranánustu ættingja
vegna sérstakra aðstæðna.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Hjartans þökk fyrir einlæga samkennd og samúð.
Athöfninni verður streymt frá Grafarvogskirkju
á YouTube-síðu Grafarvogskirkju.
Yst Ingunn St. Svavarsdóttir Sigurður Halldórsson
Kristbjörg, Kristveig, Halldór Svavar
Birna Kristín Svavarsdóttir Kristinn Ingólfsson
Svava, Ásdís, Sigurbjörn
Erla Kolbrún Svavarsdóttir Gunnar Svavarsson
Guðrún Mist, Melkorka
Alma Eir Svavarsdóttir Guðjón Birgisson
Magnús Már, Svavar
og fjölskyldur.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Ástkær faðir minn, bróðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ingimundur Axelsson
Ugluhólum 2, Reykjavík,
lést mánudaginn 6. desember á
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Útför fer fram 15. desember kl. 11.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Aðalheiður Erla Ingimundard. Ingi Rúnar Georgsson
Steinunn Helga Axelsdóttir
Lárus Konráðsson
Páll Konráð Konráðsson Kristjana Ingibergsdóttir
Erla Lárusdóttir Bjarni Torfi Álfþórsson
Ingimundur Vilberg og Þórey Lilja
52 Tímamót 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 11. desember 2021 LAUGARDAGUR