Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 42
Ólafur Arnalds segir verðlaun listsköpunar sinnar vera að fá að ferðast víðs vegar um heiminn og sjá andlit fólks á meðan það hlustar á tónlist hans. MYND/ANNA MAGGÝ og spila hana fyrir fólk, og ef það vantar, þá vantar eitthvað stórt í ferlið. Það er mest gefandi hlutinn af ferlinu, það eru verðlaunin okkar, eftir að hafa unnið að plötu í ár, læst sig inni í dimmu stúdíói og ekki hitt vini sína og öll þessi vinna sem fer í að gera plötuna. Verðlaunin eru svo að fá að fara um heiminn og sjá andlit á fólki á meðan það heyrir músíkina.“ Sköpunargáfan finnur sér þó alltaf leiðir, hvað sem líður sam- komutakmörkunum. Segja má að ástandið í heiminum hafi opnað Ólafi nýjar dyr í listsköpun sinni og orðið kveikjan að stuttmyndinni When We Are Born. Í myndinni er glímt við spurn- inguna hvernig við getum fundið leiðina fram á við út úr þeirri ein- angrun og tengslaleysi sem heims- byggðin hefur dvalið í undanfarin misseri. Um leið segir hún mun persónulegri sögu, byggða á lífi tónskáldsins, og skoðar siði, sam- bönd og innra landslag. Að sögn listamannsins var myndin tilraun til að skapa þetta sérstaka samband listamanns og áhorfenda sem getur venjulega aðeins myndast á tón- leikum, á tímum þar sem það var utan seilingar. Hugmyndir gerjast í hópi Orð Ólafs leiða hugann að því hvernig ófáir áhorfendur brustu í grát þegar hann f lutti „Lag fyrir ömmu“ einn á sviðinu, og falin hljóðfæri byrjuðu skyndilega að svara laglínunni. Eftir tónleikana varð mér ljóst af samræðum við áhorfendur að þeir virtust hafa túlkað þetta augnablik þannig að hljómsveitin væri amman að svara honum úr handanheimum. Var þessi skilningur í samræmi við ætlun listamannsins? „Já, það er það algjörlega,“ segir Ólafur. „Það er alveg rétt. Ég man svo sem ekki hvernig þetta byrjaði. Þetta er einn af þessum hlutum sem byrja að gerjast með tímanum á tónleikaferðalögunum. Fyrstu skiptin sem ég spilaði þetta lag þá kláraði ég það alltaf bara einn, það Höfundur greinarinnar var viðstaddur magnaða tónleika Ólafs í Aþenu. Odeon, draumur allra grískra listamanna í nærri tvö þúsund ár. Hofin sem gnæfa yfir leikhúsinu eru flóðlýst í myrkrinu. voru engir strengir að spila bak- sviðs. Svo einhvern veginn gerjað- ist hugmyndin í hópi, einhverjir í hljómsveitinni fóru að leika sér að spila eitthvað en enginn heyrði í þeim á sviðinu, og einhver annar heyrði hljóðfæraleikinn og hugsaði: „Þetta er svona eins og amman sé að svara þér.“ Og þannig byggist þetta upp og þetta verður loks algjörlega fullkomið, en það er ekki þannig að hugmyndin hafi beint komið upp á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Fallegt hvernig hugmyndir gerjast stundum í hópi.“ Líklega er það hvernig hópur f lytjenda getur dýpkað og stækk- að upprunalegt ætlunarverk tón- skáldsins, eins og í Lag fyrir ömmu, náskylt því hvernig áhorfendur á tónleikum gera breiðskífur loks- ins „raunverulegar“ eins og Ólafur lýsir því. Þannig eru öll bestu lista- verkin samlistaverk í einhverjum skilningi. Það á svo sannarlega við um When We Are Born þar sem hljóð- færaleikarar, dansarar og kvik- myndalistarmenn tvinna saman krafta sína á einstakan hátt en myndina má nálgast á Amazon Prime. Myndin er hugsuð sem hluti af breiðskífunni Some Kind of Peace sem finna má á vefslóðinni somekindofpeace.com og enginn ætti að láta fram hjá sér fara. En hvernig er það annars, þegar tré fellur í skógi og enginn heyrir, kemur samt hljóð? n  Og þannig byggist þetta upp og verður loks algjörlega full- komið. 40 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.