19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 67

19. júní - 19.06.2018, Qupperneq 67
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands | 65 Þegar allt fylltist af #MeToo- yfirlýsingum kvenna á samfélagsmiðlum lýstu sumir karlar furðu sinni á því hve algengt það væri að konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Það virtist eins og hreinlega allar konur hefðu lent í einhverju og það kom mörgum körlum á óvart. Mörgum konum þótti hins vegar ekki síður furðulegt að þetta kæmi körlunum í opna skjöldu. Það að verða fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, ef ekki hreinlega ofbeldi, er nokkuð sem konur lenda svo oft í að þær fara beinlínis að eiga von á því við sumar aðstæður. Það verður sjálfsagður hluti af lífi okkar bæði að búast við áreitni og reyna að finna leiðir til að forðast bæði hana og svo auðvitað kynferðisofbeldið sem við lærum snemma að sé ógn sem alltaf vomi yfir okkur. Áreitni á sér oft stað fyrir opnum tjöldum, sett fram eins og ekkert sé sjálfsagðara, og ofbeldið, áreitnin og ógnin eru algengt umfjöllunarefni kvenna, ekki bara þegar þær ræða saman óformlega heldur líka til dæmis í bókmenntum og öðrum listgreinum. Frá því sjónarhorni hljóta spurningar að vakna um það hvernig það gæti mögulega hafa farið fram hjá einhverjum að kynferðisleg áreitni og í það minnsta ógnin um kynferðisofbeldi, ef ekki bein reynsla af því, væri eitthvað sem setti mark sitt á reynsluheim bókstaflega allra kvenna. Sú ályktun sem hægt er að draga af þessu er að margir karlar hafi ekki tekið mark á frásögnum kvenna af kyn- ferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni eða þá ekki fundist þær nógu áhuga- verðar til að veita þeim athygli. Eins hafa margir ekki litið á áreitni sem hefur átt sér stað í viðurvist þeirra sem slíka. Það hefur einmitt verið eitt af helstu markmiðunum með átökum eins og #MeToo að safna nógu mörgum frásögnum saman til að hávaðinn yrði nógu mikill til að það yrði bara ekki hægt að hunsa hann. Konur sýna samstöðu og taka undir hver með annarri; þegar á að fara að draga úr eða hunsa frásögn einnar, þá tekur önnur við og segir „þetta hefur líka komið fyrir mig“, svo kemur næsta og segir „mig líka“ og svo framvegis. Hunsunin sem hefur viðgengist í gegnum tíðina á frásögnum kvenna er dæmi um svokallað þekkingarlegt ranglæti. Það hefur verið kallað svo þegar meðlimir jaðarhópa eða undirskipaðra hópa njóta ekki fulls trúverðugleika og virðingar og búa við þöggun á einhverju formi, ekki er tekið mark á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og þeir fá ekki sömu tækifæri og aðrir til að skapa þekkingu. Þekkingarlegt ranglæti er hugtak sem hefur komið fram innan félagslegrar þekkingarfræði og sem hefur hlotið aukna athygli á síðari árum. Það má rekja til greinarinnar „Can the Subaltern Speak?“ eða „Geta hin undirskipuðu talað?“ frá árinu 1988 eftir indversku fræðikonuna Gayatri Chakravorty Spivak. Umfjöllun Spivak er sett fram frá sjónarhorni eftirlendufræða en hún kemur þar inn á hvernig hin undirskipuðu eru hindruð í að gera tilkall til þekkingar á málum sem varða þeirra eigin hagsmuni og þar notar hún hugtakið „þekkingarlegt ofbeldi“. Árið 2007 kom svo út bókin Epistemic Injustice: Power and the Ethics of Knowing eftir breska heimspekinginn Miröndu Fricker, sem hefur hlotið mikla athygli. Fricker fjallar um ákveðnar myndir þekkingarlegs ranglætis sem eiga einna best við um þau dæmi sem ég minntist á hér í byrjun. Fleiri heimspekingar hafa svo fengist við skylda hluti, til dæmis bandaríski heimspekingurinn Kristie Dotson, sem hefur meðal annars fjallað um það sem hún kallar þekkingarlega kúgun,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.