19. júní


19. júní - 19.06.2018, Page 68

19. júní - 19.06.2018, Page 68
66 | 19. júní 2018 og José Medina, sem hefur fjallað um baráttu fyrir þekkingarlegu réttlæti eða það sem hann kallar þekkingarlegt andóf. Dotson hefur reyndar goldið varhug við því að ganga of langt í því að greina niður mismunandi flokka þekkingarlegs ranglætis eða skilgreina upphafið á notkun hugtaksins því slíkt geti einmitt stuðlað að frekari þekkingarlegri kúgun. Hunsun sem þekkingarlegt ranglæti Þegar ekki er hlustað á frásagnir kvenna, ekki tekið mark á þeim eða þeim er ekki veitt athygli er um að ræða það sem hefur verið kallað vitnisburðarranglæti (e. testimonial injustice). Fricker lýsir því sem svo að fordómar þess sem ætlað er að hlusta valdi því að sá sem tali njóti ekki trúverðugleika. Skortur á trúverðugleika getur auðvitað birst með ýmsum hætti. Hann getur komið fram beint, þannig að frásögn sé véfengd með opinskáum hætti og einhvers konar bein refsing lögð við því að setja hana fram. En viðbrögðin eru oftar en ekki óbein og felast þá í hunsun með einum eða öðrum hætti. Sú sem ekki er talin marktæk eða trúverðug er þá hunsuð. Þetta er í raun það sama og við þekkjum öll sem höfum alið upp smábörn og höfum notað þá aðferð að verðlauna þau ekki með athygli fyrir óæskilega hegðun heldur einmitt bara hunsað hana og jafnvel reynt að beina athygli þeirra eitthvað allt annað. Þetta höfum við gert einmitt af því að við lítum svo á að lítil börn séu ekki alltaf fyllilega marktæk, að við sem fullorðið fólk vitum betur en þau og þurfum stundum að hafa vit fyrir þeim. Hunsun er þannig oft notuð með markvissum hætti sem viðbrögð við því sem þykir óæskilegt. Skoðum betur hvernig hunsun getur komið fram sem þekkingarlegt ranglæti. Hugsum okkur að valdalítill aðili segi eitthvað sem út frá ráðandi hugmyndum er ekki talið æskilegt að sé haldið á lofti. Einhver sem er valdameiri getur þá vissulega haft fyrir því að svara málflutningnum, jafnvel lið fyrir lið, og bent á hvað þetta sé nú allt saman mikil vitleysa og fái bara ekki staðist. Stundum er þetta gert, kannski af því að einhver sérstök ástæða þykir til eins og ef mikið liggur við. En oft er bara miklu einfaldara og þægilegra að láta málflutning hinna valdaminni sem vind um eyru þjóta og bíða þangað til þeir þreytast og þagna. Í raun er hunsun besta leiðin til að koma því til skila að frásögn sé ekki marktæk eða að sú sem segir frá sé ekki marktæk. Sé henni svarað felast alla vega í því skilaboð um að einhver hafi haft fyrir því að hlusta og meðtaka, eða reynt að meðtaka, það sem sagt var, jafnvel þótt brugðist sé við með því að andmæla. En hunsun gefur til kynna að það taki því ekki einu sinni að hlusta; að sú sem segi frá teljist svo ótrúverðug eða svo ómerkileg að orð hennar séu einskis metin. Áhrifin á þá sem talar verða oft þau að hún hættir að reyna og þagnar bara. Þess vegna er hunsun svo áhrifarík sem þöggunaraðferð; hún gerir orð þeirra sem tala áhrifalaus þannig að þeim fer að finnast tilgangslaust að reyna að segja eitthvað. Þegar konur eru áreittar og niðurlægðar án þess að þeir sem eru viðstaddir meðtaki að um áreitni sé að ræða, þá snýst málið frekar um það sem kallað hefur verið túlkunarlegt ranglæti (e. hermeneutical injustice). Því lýsir Fricker þannig að vegna fordóma við túlkun á samfélagi og umhverfi skorti forsendur til að skilja tiltekna gerð af reynslu sem ákveðinn samfélagshópur verður fyrir. Þegar við hugsum um áreitni gagnvart konum getur það falist í því að það sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.