Fréttablaðið - 22.12.2021, Side 2

Fréttablaðið - 22.12.2021, Side 2
Hvað ungur nemur, gamall temur Allir fjórir synir fiskikóngsins Kristjáns Berg feta í fótspor föðurins. Hér eru þrír þeirra, Alexander Örn, Eyjólfur Júlíus og Ari Steinn, en Ægir Örn var við störf í búðinni á Höfðabakka er þessi mynd var tekin af feðgunum í angandi skötulyktinni sem nú leggur brátt um borg og bæi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Mikill fjöldi Íslendinga verður á eyjunni Tenerife yfir jól og áramót. Á íslenskum bar er búist við 400 manns í mat og afbókanir verið mjög fáar. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Sífellt verður vinsælla að fara á sólarströnd um hátíðirnar og í ár verða þúsundir Íslendinga á eyjunni Tenerife. Margar vélar flytja sólarþurfi Íslendinga til eyjunnar á degi hverjum. „Ég held að hálf þjóðin verði hér um jól og áramót,“ segir Herdís Hrönn Árnadóttir sem rekur ásamt manni sínum Sævari Lúðvíkssyni veitingastaðinn Nostalgíu, sem gjarnan er kallaður Íslenski barinn á Tenerife og torgið fyrir framan hann Íslandstorgið. Herdís og Sævar eiga von á 400 manns í mat yfir hátíðirnar og færri komast að en vilja. „Ég bjóst alveg við því að einhverjir myndu veikjast og ekki koma en það hafa nánast ekki verið neinar afbókanir,“ segir Herdís. Samkvæmt Herdísi finna venju- legir ferðamenn ekki fyrir miklum breytingum á eyjunni. Strendurnar, hótelin, verslunarmiðstöðvarnar og veitingastaðirnir eru opin. En stærri hópum þarf að deila niður á fleiri borð. Rétt eins og hér á Íslandi er þó grímuskylda í verslunum. „Á veitingastöðum er mjög mikið um að krafist sé bólusetningarvottorðs eða PCR-prófs,“ segir Herdís. Rétt eins og Ísland er Tenerife rauðlituð á hinu fræga Covid-korti Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar og nýgengi veirunnar hátt. Hafa yfirvöld á Tenerife meðal annars áhyggjur af miklum samgangi milli eyjunnar og meginlandsins á jól- unum. Á Nostalgíu eru meðal annars sýndir jólatónleikar, boðið upp á skötu og saltfisk á Þorláksmessu, hangikjöt og uppstúf á jóladag og annan í jólum og um áramótin verður horft á skaupið og skotið upp flugeldum. Frá því Nostalgía var stofnuð, árið 2016, hefur skötuveislan verið hvað vinsælust. Herdís segir að fólk panti borð í ágúst, sem er ekki seinna vænna því það þarf að sækja skötuna til Íslands. Það var hins vegar í fyrra sem aðfangadagur kom sterkur inn. „Við sáum að Íslendingar höfðu þörf fyrir að fá hamborgarhrygginn, hlusta á messuna og fá smá Ísland í sig í tvo til þrjá tíma áður en þeir héldu út í hitann og sólina,“ segir Herdís. Hátíðin í ár verður ekki síðri ef marka má aðdragandann. „Við ætluðum að hafa rólega viku fram að jólum og gera laufabrauð en það varð brjálað að gera hjá okkur.“ Herdís og Sævar stofnuðu barinn eftir að hafa farið til Tenerife í frí. Tóku þau eftir að það vantaði sár- lega bar sem sýndi landsleiki Íslands í fótbolta. Um tíma göntuðust þau með hugmyndina en létu svo slag standa. „Það fara jafn margar vélar til Íslands og koma hingað. Þannig að ef þetta virkar ekki förum við bara aftur heim. En við erum enn þá hér,“ segir Herdís. n Fá fjögur hundruð gesti í hátíðarmatinn á Tenerife Íslendingar hafa eignað sér torgið fyrir framan Nostalgíu. MYND/AÐSEND Sævar og Herdís þurfa að sækja skötuna til Íslands. MYND/AÐSEND Faxafeni 11 • Sími 534 0534 • partybudin.is Áramótaskraut! Kvöldopnun til áramóta Opið til kl. 17 á gamlársdag Páll Winkel, fangelsismála- stjóri elinhirst@frettabladid.is „Við höfum tekið þá ákvörðun vegna fjölgunar Covid-smita að af þakka komu listamanna í fang- elsin fyrir jólin,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Það er svipuð staða hjá okkur og á Landspítal- anum, við eigum enga varamenn.“ Að sögn Páls bjóða margir lista- menn fram krafta sína um jólin, þar á meðal Herra Hnetusmjör, og fyrir það séu menn þakklátir. „Bubbi ætlar að gefa öllum föng- um ókeypis aðganga að streymi af Þorláksmessutónleikunum sínum. Þannig að þeim verður streymt inn í hvern klefa,“ segir Páll. „Það má segja að það sé jólagjöf frá Bubba.“ Frekar en að efna til tónleika- halds segir Páll að valið hafi verið að leyfa heimsóknir aðstandenda til fanga. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum og gætum vel Bubba verður streymt inn í fangelsin að öllum sóttvörnum. Fangaverðir og fangar hafa fengið Covid, en við höfum ráðið vel við ástandið hingað til með markvissum aðgerðum eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis,“ segir Páll. Jólin eru að sögn Páls auðvitað erfiðasti tími ársins fyrir fanga að vera fjarverandi frá ástvinum. „Við reynum að halda jólin eins hátíðleg og hægt er. Prestur verður með helgihald og svo verður góður jólamatur á boðstólum,“ segir fang- elsismálastjóri. n benediktboas@frettabladid.is  COVID-19 Samtök fyrirtækja á veit- ingamarkaði, eða SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með hert- ar sóttvarnaaðgerðir. Er bent á að ástandið á veitingamarkaði sé gríðar- lega alvarlegt, þar sem aðgerðir hafi frá fyrsta degi haft bein áhrif á starf- semi þar sem rauði þráðurinn í þeim sé að takmarka að fólk komi saman þar sem vínveitingar eru seldar. „Er það ósk SVEIT að viðeigandi aðgerðaáætlun verði hönnuð með það fyrir augum að rekstraraðilar öðlist öryggi og stöðugleika þegar gripið er til sóttvarnaraðgerða,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að undanfarin ár hafi verið lagðar þungar hömlur á starf- semina sem hafa lýst sér í miklu brott- falli og óvissu. Vonbrigði samtakanna lúta fyrst og fremst að vöntun úrræða, tekjutapi og viðbragðstíma sem sé enginn. Er bent á að fyrir yfirvofandi takmarkanir hafi verið spáð 40 millj- arða tekjutapi en nú þegar jólunum hafi verið aflýst sé ljóst að það verður enn meira. n Milljarða tekjutap veitingageirans 40 milljarða tekjutapi var spáð fyrir hertar aðgerðir. 2 Fréttir 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.