Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.12.2021, Qupperneq 22
Margir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við sig þegar þeir lenda í sóttkví eða þurfa að vinna heima og það hentar sumum mjög illa. Hér er nokkur ráð til að halda líkamlegu og andlegu heilsunni við. oddur@frettabladid.is Ráðin koma frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni og eiga við fyrir fólk sem er einkennalaust en þarf að vera heima. Þau koma að engu leyti í stað læknisað- stoðar og fólk sem finnur fyrir einkennum ætti að fylgja fyrir- mælum lækna. Nú er Covid komið á f lug á ný og mikið af fólki þarf að fara í sóttkví eða vinna heima til að koma í veg fyrir frekari smit. Þetta getur verið erfitt fyrir suma, sérstaklega fólk sem er vant því að vera mjög virkt. Langvarandi kyrrseta er heldur ekki holl fyrir neinn og hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Vesen í kringum sóttkví og óvissa, ekki síst rétt fyrir jól, getur líka haft slæm áhrif á andlega heilsu. Þess vegna getur hreyfing og slökunartækni komið að miklu gagni við að hjálpa fólki í gegnum þennan tíma. Þegar maður hefur aukinn frítíma heima fyrir er líka ekkert því til fyrirstöðu að nýta hann til að byggja sig upp svo hægt sé að koma heilbrigðari úr sóttkví. Landlæknir ráðleggur full- orðnum að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur Svona kemstu í gegnum sóttkví Það eru ýmsar leiðir til að gera sóttkví bærilegri. Dans er til dæmis góð leið til að fá hreyfingu heima fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY daglega, en heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn. Með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heilsuna enn frekar og því er æskilegt að fullorðnir stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku í 20-30 mínútur í senn. Hér eru nokkur góð ráð til að draga úr kyrrsetu í sóttkví og bæta þannig heilsuna. Takið reglulega hlé Takið stutt hlé yfir daginn. Með því að vera virk í stutta stund í einu safnast upp í ráðlagðan dagskammt af hreyfingu. Það er hægt að nota æfingar en það er líka hægt að dansa, leika við börnin eða taka til hendinni heima. Allt eru þetta dæmi um leiðir til vera virk heima fyrir. Standið upp Það er mikilvægt að draga úr kyrr- setu með því að standa reglulega upp og það er gott að miða við að standa upp á 30 mínútna fresti. Það má líka íhuga að setja upp standandi skrifborð með því að nota hátt borð eða stafla einhverju undir tölvuna svo maður standi við vinnuna. Í afslöppun ætti líka að reyna að stunda eitthvað sem örvar hugann, lesa bók, spila eða púsla. Notið æfingar á netinu Önnur mjög góð leið til að fá sína nauðsynlegu hreyfingu er að nýta sér eitthvað af því mikla magni af æfingaáætlunum og æfingatímum sem er hægt að finna á netinu. Á YouTube er auðvelt að finna alls kyns æfingar sem henta mismun- andi þörfum án endurgjalds, en óvanir ættu að fara varlega af stað til að forðast meiðsli. Gangið um Þó að það sé gengið um lítið svæði, jafnvel bara á staðnum, getur ganga gagnast við að halda fólki virku. Ef þú ert í símanum er gott að ganga um á meðan og það er líka gott að fara út í göngutúr, en þá þarf auð- vitað að passa að fylgja sóttvarna- reglum. Slakið á Hugleiðsla og djúpur andardráttur getur hjálpað fólki að halda ró sinni. Það eru góðar leiðbeiningar fyrir hugleiðslu á YouTube en það er líka bara gott að staldra við og einbeita sér að því að fylgjast með önduninni. Það þarf ekki endilega að breyta henni neitt eða anda sérlega djúpt, það eitt að setja alla athygli hugans inn á við og fylgjast með önduninni eiga sér stað getur haft róandi áhrif á hugann. Borðið hollt Að sjálfsögðu er líka mikilvægt að borða hollt og drekka nóg af vökva í sóttkví. Það er best að halda sig að mestu við vatn og takmarka sykraða og áfenga drykki. Margir freistast til að nasla á óhollustu í kyrrsetunni en það er gott að halda rútínu á máltíðum sínum og skynsamlegt að nýta aukinn tíma heima til að leggja meiri metnað í eldamennskuna. n Gunni Þórðar – Lífssaga Gunnar Þórðarson er einn fremsti tónlistarmaður Íslendinga og í þessari bók rekur Ómar Valdimarsson lífshlaup hans, allt frá æskuárum á Hólmavík og í Keflavík til dagsins í dag. Bókin veitir einstaka innsýn í sögu dægurmenningar á Íslandi síðastliðin 60 ár. Hljómatíminn, Trúbrot, Lonlí Blú bojs, Guitar Islancio, klassíkin, og ekki síst einkalífið, allt er á sínum stað og ekkert dregið undan. Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg ævisaga um ævintýralegan lífsferil. SKRUDDA skrudda.is skrudda@skrudda.is★ ★ ★ ★ SBS - Mbl. 12. des. 20121 Komin í hljóðbók! 4 kynningarblað A L LT 22. desember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.