Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 75
og til að líta eftir. Að því loknu var róið upp í skerin og lent í
vog þeim, sem áður er getið. Selnum var nú kastað upp á
klappirnar svo hátt, að sjór næði ekki til. Ef sólskin var og hiti
mátti hafa gát á, að hann ekki ,,sólsoðnaði“. Því þá losnaði hárið
af, svo skinnið varð ónýtt, varð því að ausa sjó yfir selina öðm
hvom. Síðan var tekið upp nestið og kveikt undir katlinum. Oft
kom það fyrir, þegar setzt var í ró að snæðingi, þá heyrðist gól
eða busl frá netunum. Þá var ekki til setu boðið. Ef veður var
ekki því verra, dugði að þrír færa að vitja um, en einn varð
eftir við ketihnn og átti að hafa heitt kaffið, þegar komið væri
til baka. Þannig gekk það, en því strjálari voru þessar umvitjan-
ir, sem lengur var legið. Selurinn var oftast lifandi í, þegar
svona var stutt á milli umvitjana. Þurfti þá talsverðrar aðgæzlu
við að missa hann ekki úr netunum, þegar hann var lítið flæktur.
Venjulega dugði eitt högg, ef slegið var framan á nasir eða trýnið
neðan við augu. Væri slegið ofan á kúpu, þótti það klaufahögg.
gat þá oft tekið tíma að ganga af honum dauðum.
Venjulega vora famar þrjár ferðir á vori. Það er að segja,
netin voru lögð þrisvar án þess að vera tekin upp.
Láturselskópurinn er forvitinn og uggir ekki að sér, en ganar
oft beint í dauðann. Oft reyna mæður hans að hafa vit íyrir
honum og aftra honum, en stundum verður þetta til verra eins,
því að kópamir era því áfjáðari sem þeim er meira bannað. Gól
kópanna er ákaflega sárt, ef þeir ná sér upp úr og finna að
þeir eru fastir í netinu, og þeir drukkna mjög fljótt, að því er
virðist eins fljótt og landsdýr.
Þetta fyrirhyggjuleysi þeirra gagnvart hættunni stingur mjög
í stúf við svip þeirra og tillit. Augun eru stór og skær og vitur-
leg, og hljóð þeirra, þegar þeir finna hættuna er oft eins og sár
bæn eða kveinstafir.
Oðru vísi er þetta um fullorðnu selina. Gamlir brimlar eru
harðir og illvígir, og þegar þeir taka saman, þá eru það engar
gælur. Þeir rífa hver annan með klónum, en beita þó einkum
kjaftinum, á hálsinn eða hausinn hver á öðrum. Rísa þeir þá
hátt upp úr sjónum í atrennunni, en fara um leið á grængolandi
kaf. Taki þeir saman á landi, fara þeir hægar í fyrstu, urra
73