Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 95
JÓHANNES JÓNSSON FRÁ ASPARVÍK:
Rekaviður og sögun
Þegar átti að bjarga stærri rekatrjám undan sjó var höfð lína,
grannur kaðall eða færi ca. 40-60 faðma langt, miðja kaðallinunn-
ar var fest uppi í fjörunni en endarnir settir undir enda reka-
trésins, sinn kaðalendi hvoru megin og var svo trénu velí upp
í fjöruna með því að taka í endana á kaðlinum. Þetta kölluðum
við skrúftóg, og var tiltölulega l'étt að velta upp trjám á reka
með þessari aðferð. Þó gat aðstaða verið þannig, að urðir og
klettar væru í sjó fram, og var þá stundum tekið það ráð að
hnýta kaðlinum um tréð framarlega og því velt í sjó fram og
svo fleytt meðfram urðinni eða klettunum, þar til fjaran varð
sléttari, og því síðan bjargað á land. A vorin var venja að flytja
allan við af rekunum heim að bæ, og var það oft erfitt starf og
gat verið hættulegt vegna brims við ströndina. Oll stærri tré
voru dregin á eftir, en smærri viður hafður uppi í bátunum. Nú
voru rekatrén dregin á land í annað sinn og gengið frá þeim
þannig, að undir endana og miðju á stærri trjám voru lagðir
staurar, svo tréð lægi ekki á jörðu, en með þessum frágangi þorn-
aði tréð betur og var betur undirbúið til vinnslu.
Seinnihluta vetrar og á vorin var svo tekið til við að vinna
viðinn. Fór nú fram einskonar gæðamat á viðnum, og var það
framkvæmt af bændunum sjálfum eða smiðum þeim, er áttu að
vinna úr efninu.
Allur viður til viðgerða og bygginga báta var úr söguðum
rekaviði, og var eingöngu valinn viður notaður, einnig í árar,
búsgögn og amboð.
Grófari viður var notaður til húsagerðar, í þiljur og máttarviði.
Þegar tré hafði verið valið til sögunar, var það endað. Var þá
93