Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 46

Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 46
Vorið 1892, á hvítasunnudag, seint í maí, átti Sörli, bróðir Gísla Guðmundssonar, að fermast. Árferði var illt, ísalög mikil og snjóþungi. Mátti þá ganga á ísnum með landi fram, frá Kjós og inn til Reykjarfjarðar, og þaðan út í Naustvík. Sá bær stend- ur norðan fjarðarins. Þar eru skörð í fjallið og liggur um þau alfaraleið til Trékyllisvíkur. Skörðin eru nefnd Naustvíkurskörð. Fyrrnefndan dag var veður gott, stilla og bjartviðri. Fólkið frá Kjós hafði búið sig árla til kirkjugöngu og var komið norður á Skörð um hádegi. Þegar þar kom, blasti við sjón endalaus ísbreiða svo langt sem augað eygði til norðurhafs. Hin sterku hjartaslög djúpsins, sem láta svo vel í eyrum útstrandabúans, voru ekki heyranleg, nema sem óljósar stunur úr órafjarlægð. Hin tignu fjöll umhverfis víkina, hvít og fannbarin með yggldum hamra- brúnum, gnæfðu þögul yfir endalausa auðnina, og teygðu sól- bhkandi tinda mót köldu, bláu geimdjúpi vorhiminsins. Hér og þar sáust dökkar þústur á hreyfingu um mjallbreiðuna. Það var fólkið úr byggðinni að sækja hátíðamessu að Ámesi. Brátt ómuðu tónar kirkjuklukknanna, og með fjálgleik hins dula útskagabúa, hlustaði söfnuðurinn á prestinn flytja þann boðskap, er í gegnum ára- og aldaraðir hefur veríð fólkinu ljós í myrkri á erfiðum stund- um hins áhættu- og eljusama útkjálkalífs. Þetta vor þurfti skammt veðrabrigða að bíða. Ef til vill hefur hinn bænheiti samhugur fólksins, er laut drottni sínum í litlu sveitakirkjunni þennan hvítasunnudag, hjálpað til að leysa her- fjötur dauðans af legi og landi og beina sólheitum suðlægum vindum til að græða kuldasárin, því að hálfum mánuði seinna eða þar um bil, var allur hafís horfinn frá landi og fannir farið að leysa. Eldri bræður Gísla, sem þá voru heima, fóru í vegavinnu út í Háfellsdal. Sá dalur liggur upp frá Kúvíkum í Reykjar- firði og var áður fjölfarin leið suður um Trékyllisheiði til Stein- grímsfjarðar. Heima í Kjós var því ekki annað karlmanna en faðir þeirra Guðmundur Pálsson, Sörli, þá nýfermdur, Gísli 15 ára og gamall maður, Gísli Gíslason, prests að Vesturhópshólum í Húnaþingi, þá nokkuð á áttræðisaldri. Gísli þessi var maður Skáld-Rósu. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.