Strandapósturinn - 01.06.1967, Qupperneq 40
Byrjað var að byggja akfæra vegarspotta, með handverk-
færum, á nokkrum stöðum í héraðinu um og eftir 1920. Allt
var það í smáum stíl þar til um 1930, að gerð var akfær bíla-
slóð um Steinadalsheiði til Hólmavíkur. Með þeim vegi komst
miðpartur sýslunnar, og sá þéttbýlasti, í vegarsamband við aðal-
vegakerfi landsins. Síðan hefur mikið verið unnið að byggingu vega
í héraðinu, en þó skiljanlega þar sem annars staðar á landinu,
langmest á tveimur síðustu áratugum, eftir að til sögunnar komu
stórvirkar og þungbyggðar vélar til vegagerðar. Allar stærri ár
eru nú brúaðar og margar minni, þar sem akvegur liggur. Aðal-
akbrautin norður eftir sýslunni endilangri nefnist Strandavegur,
hann er nú kominn alllangt norður í Bjamafjörð syðra. Ut frá
Strandavegi Hggja svo smærri vegir og bílfærar slóðir, til ein-
stakra bæja og dala. Hinn lengsti shkra vega Hggur frá Kald-
rananesi yfir til Bæjar og Drangsness, og mun fyrirhugaður það-
an inn Selströnd, þó að ekki sé hann enn kominn alla leið.
í Árneshreppi hefur verið byggður akvegur frá Eyri í Ingólfs-
firði yfir til TrékylHsvíkur og Gjögurs, sem mun nú kominn inn
á Kjörvogshlíð, norðan Reykjarfjarðar, en þó vart fullbyggður
aHa þá leið.
V.
„MAÐURINN EINN ER EI NEMA HÁLFUR“.
Fram um fyrri heimsstyrjöld vom engin þorp í Strandasýslu,
er svo mætti kaUa. Þar vom að vísu þá þegar fjórir fastir
verzlunarstaðir og föst byggð þeirra manna, er að verzlunar-
rekstrinum störfuðu hverju sinni, auk örfárra iðnaðarmanna,
símaþjóna, eftir að síminn var lagður vestur yfir Steingríms-
fjarðarheiði, sumarið 1908, og héraðslæknis á Hólmavík. En
allt um það, þá vom þetta aðeins fáar fjölskyldur á hverjum stað.
Þéttbýlustu sveitir sýslunnar vom umhverfis Steingrímsfjörð og
næstu firði við hann, á báða vegu. Þegar þorp fóm að myndast í
38