Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 72
MATTHÍAS HELGASON:
MINNINGAR HORFINNA ÁRA:
Selveiði í Þorkelsskerjum
Úti fyrir Bjarnarfirði syðri á Ströndum liggja sker þau, ei
Þorkelssker heita. Um þessi sker gengur hin gamla sögn, sem víða
er sögð, að smalana á Kaldrananesi og Bjamamesi greindi á um
það, undir hvom bæinn skerin lægju. Harðnaði sú deila þeirra
svo, að þeir unnu hver á öðmm. Er stór grjóthrúga á höfðanum
norður frá Bjamamesbænum, þar sem sagt er að þeir séu
dysjaðir. Alltaf kölluð „Dysin“. Þorkelsskerin em þrjú, svo há að
sjór gengur ekki yfir þau nema löður í mestu brimum. Auk
þess em klakkar austur og vestur af þeim, sem fara á kaf í
stórflæðum. Austasta skerið er hæst og skilið frá hinum með
djúpu sundi 8—-10 m. breiðu. Milli hinna tveggja gengur vogur
upp, sem lokast að norðan af klettsbrík, er þó fer í kaf um
flæðar. í þessum vog er gott lægi fyrir bát meðan ekki gengur
í mikið brim. Ekki verpir fugl í skerjunum, nema 2—3 svart-
bakshjón. — Em nú lögum samkvæmt eyðilögð egg þeirra og
ungar. Mikið af öðmm fugli leitar þó að skerjunum. Ber þar
mest á æðarblika, þegar líður á vorið. Lítur út fyrir, að hann
sé þar í „sumarfríi“ eftir að hafa notið ástarlífsins og bús-
umhyggjunnar með kollu sinni í varplöndunum. Er hann þarna
rólegur eins og hann lifi í sæludraumi minninganna. Ekki em
kollurnar fyrr búnar að leiða út, er þær koma með unga sína.
Ekki sýnist bhkinn samt hafa neinum föðurskyldum að gegna.
Þegar veiðibjallan verður nærgöngul við ungana, er það móður-
ástin, sem veitir þá vörn, sem við verður komið, þó oftast dragi
það skammt til að afstýra voðanum.
70