Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 16
Já, það kom oft fyrir, að ég þurfti að bæta á mig töluverðu
þannig, þegar læknislaust var í Árnesi, sem oft var nú — var
þá ekki annarrar aðstoðar að leita en til Hólmavíkurlæknisins, og
taldi ég mér skylt að greiða fyrir hverjum sem með þurfti eftir
því sem mér var unnt.
Fyrir kom það í tíð Karls Magnússonar læknis, að hann vildi
ekki láta meðulin af hendi nema gegn staðgreiðslu og gat þá farið
svo, að launin mín hrukku ekki fyrir því sem greiða þurfti, og
varð ég þá að fara til póstafgreiðslumannsins og fá lánað út á
næstu ferð, en það skal ég taka fram, að ég fékk hvem einasta
eyri borgaðan frá fólkinu fyrir þessi lyf, sem ég var að útvega því.
— Ekki var þér nú skylt að leggja á þig allar þessar aukabyrð-
ar fólksins vegna?
— Jú, mér fannst það skylda mín, ég var búinn að njóta góðs
hjá þessu fólki og þurfti að njóta þess áfram.
— Var ekki stundum dálítið hrollvekjandi að fara þessar erf-
iðustu leiðir að vetrarlagi, t.d. um Kaldbakskleif og milli Byrg-
isvíkur og Veiðileysu?
— Ojú, ekki verður því neitað, að fyrir kom að snjóhengjur
vom það lausar í brúnunum, að ég gat fengið þær til að skríða
fram með því að blása í lúðurinn.
Eins var það með grjótkastið, að það var sérstök guðs varð-
veizla, sem var yfir manni. Einu sinni sem oftar var ég á ferðinni
undir Veiðileysukleif, þá stoppaði ég, en hesturinn hélt áfram.
Þá hmndi svo mikið grjót niður, að hefðum við verið á þessu
svæði, þá hefði ég tæpast setið hér og sagt frá tíðindum.
— Trúir þú því, að einhver æðri máttur valdi því, að ekki
hafi orðið slys í Kaldbakskleif —— að yfirsöngvar og blessunarorð
Guðmundar biskups góða hafi þar haft þau áhrif, sem sagnir
herma?
— Já, ég trúi því, því þar hef ég legið a.m.k. 10 mínútur,
sem grjótkast féll svo mikið niður, að ég sá mér ekki fært
að halda áfram, heldur kastaði mér niður og setti annan pokann,
sem ég var með yfir hausinn en hinn yfir brjóstið. Þannig varð-
ist ég áföllum, en kápan mín, sem slegizt hafði út frá mér, var öll
hjökkuð í sundur. — Geta allir af þessu séð, að það var guðs
14