Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 67

Strandapósturinn - 01.06.1967, Blaðsíða 67
GUÐBRANDUR BJÖRNSSON FRÁ BRODDANESI: Þannig muna menn Sigurð Magnússon Hann Siggi Magnússon er kominn, flaug manna á milli um bæinn. Það var eins og vindkviða í mollu hversdagsleikans. — Skyld hann fara í leiki, syngja og dansa eins og í fyrra, er hann kom hér? Það var svo gaman. Hann fór í vefaraleik, mús og kött. Hann dansaði Ola skans, Jeg har været í London, Liver- pool og Hull og margt fleira. Svo kvað hann, meðal annars um karlinn, sem hristi rauðan hausinn. Þetta sögðu unglingarnir og bættu við: — Nú má ekki gefa Lappa og Pílu neinn mat í kvöld, því Siggi ætlar að hreinsa þau á morgun. Þegar læknar og vísindamenn fundu orsakir sullaveikinnar á síðari hluta nítjándu aldarinnar, voru gefin út lög og strangar reglur um útrýmingu hennar, sem framkvæmd var á þann hátt að eyða bandormum, er höfðust við og tímguðust í meltingarfær- um hundsins. Var því gjört að skyldu að fram færi árlega hreins- un þeirra. Urðu hluteigandi sveita- og sýsluyfirvöld að sjá til um það. Þetta verk var leiðinlegt, kaldsamt og óþrifalegt, voru því fáir, sem fengust til að vinna það, en til þess að starfið næði til- gangi sínum varð að gæta þess vel að fylgja settum reglum og krafðist það því samvizkusemi, trúmennsku og vandvirkni. Þennan starfa hafði Sigurður á hendi um margra ára bil í innanverðri Strandasýslu og um Dali. —: Hvernig hann leysti þetta af hendi, um það þarf ekki að fjölyrða. Samvizkusemi og trúmennska var sterkur þáttur í hverju hans starfi. A þessum ferðum kynntist hann mörgum og persónuleiki hans gjörði hann hvarvetna velkominn gest. Hann var sá, er kom langt að, gat blandað geði við fólk og hafði frá mörgu að segja. 5 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.