Strandapósturinn - 01.06.1967, Síða 67
GUÐBRANDUR BJÖRNSSON FRÁ BRODDANESI:
Þannig muna menn Sigurð
Magnússon
Hann Siggi Magnússon er kominn, flaug manna á milli um
bæinn. Það var eins og vindkviða í mollu hversdagsleikans.
— Skyld hann fara í leiki, syngja og dansa eins og í fyrra, er
hann kom hér? Það var svo gaman. Hann fór í vefaraleik, mús
og kött. Hann dansaði Ola skans, Jeg har været í London, Liver-
pool og Hull og margt fleira. Svo kvað hann, meðal annars um
karlinn, sem hristi rauðan hausinn.
Þetta sögðu unglingarnir og bættu við:
— Nú má ekki gefa Lappa og Pílu neinn mat í kvöld, því Siggi
ætlar að hreinsa þau á morgun.
Þegar læknar og vísindamenn fundu orsakir sullaveikinnar á
síðari hluta nítjándu aldarinnar, voru gefin út lög og strangar
reglur um útrýmingu hennar, sem framkvæmd var á þann hátt
að eyða bandormum, er höfðust við og tímguðust í meltingarfær-
um hundsins. Var því gjört að skyldu að fram færi árlega hreins-
un þeirra. Urðu hluteigandi sveita- og sýsluyfirvöld að sjá til um
það. Þetta verk var leiðinlegt, kaldsamt og óþrifalegt, voru því
fáir, sem fengust til að vinna það, en til þess að starfið næði til-
gangi sínum varð að gæta þess vel að fylgja settum reglum og
krafðist það því samvizkusemi, trúmennsku og vandvirkni.
Þennan starfa hafði Sigurður á hendi um margra ára bil í
innanverðri Strandasýslu og um Dali. —: Hvernig hann leysti
þetta af hendi, um það þarf ekki að fjölyrða. Samvizkusemi og
trúmennska var sterkur þáttur í hverju hans starfi.
A þessum ferðum kynntist hann mörgum og persónuleiki hans
gjörði hann hvarvetna velkominn gest. Hann var sá, er kom
langt að, gat blandað geði við fólk og hafði frá mörgu að segja.
5
65