Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 13

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 13
Tómas Jónsson Kollsá Jóakim Vigfússon víkum sleppir, tekur við Mjóavík, hún gengur inn úr Auðuns- kotsflóa sem er í raun aðeins breið vík sem ber þetta nafn. Innst í víkinni rétt við land er nokkuð stór hólmi, sem heitir Auðuns- kotshólmi. Hólminn er allur gróinn. Ekki er varp í honum og stafar það sennilega af því að þegar lágsjávað er, má ganga þangað þurrum fótum og leiðin því greið fyrir allan búpening. A grundinni uppaf Mjóuvík eru greinilegar rústir sem heita Auðnukot og hefir þar sennilega einhverntima verið búið, en engar heimildir eru til um búsetu þar. Suður af Auðnukoti liggur mýrarflói þvert i gegnum nesið og klýfur það. Flóinn nær alveg í Selvík, en það er nafn á víkinni sunnan við nesið. Flói þessi er ekki breiður en mjög blautur og stingur alveg í stúf við annað land á nesinu sem er klettótt og þurrt. Austan við Mjóuvík er klettótt hæð, á henni eru með stuttu millibili þrjár klettaborgir mjög sérkennilegar að útliti og eins og kastalar að lögun og bera þær nafnið Tjörnesborgir. Sunnar á hæðinni eru þrír klettar eða borgir sem heita Svörtuloft og eru svipuð að gerð og lögun og Tjörnesborgir en aðeins minni. Nyrsti 11

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.