Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 26

Strandapósturinn - 01.06.1977, Side 26
Hér var gulli í sand sáð, sízt það verður afmáð. Auðurinn er afls ráð, efað fylgir manndáð. Blessa drottinn verk vor, vilja, þrek og hvert sþor. Send oss náðar nýtt vor, nógan styrk og gott þor. Skýringar: Samkvæmt norrænni goðafræði er áin Gjöll í dánarheimum (Helheimi). Yfir hana þurftu menn að fara eftir dauðann, á leiðinni til gyðjunnar Hel. Á ánni var brú, Gjallarbrú. Gnitaheiði. Heiðin þar sem ormurinn Fáfnir lá á gullinu, sbr. Völsungasögu. Er talin hafa verið í Suður-Þýzkalandi í nánd við ána Rín. Brúin á Víðidalsá er fyrsta steinsteypta brúin í Strandasýslu. Hún er skammt frá árósnum, þar sem þrjár smáár eru komnar saman í eitt, þ.e. Víðidalsá, Húsadalsá og Þverá, sem fellur í Húsadalsá ca. 2—-3 km ofar í mynni Húsadals. Víðidalsárbrúin mun að mestu — eða jafnvel öllu leyti hafa verið byggð fyrir fé sýslusjóðs Strandasýslu, almenn samskot og aðrar fjáröflunar- leiðir innan héraðsins. Það, sem einkum varð kveikjan að áhuga héraðsmanna um brúarbygginguna var hörmulegt slys, er ungur maður, Lýður Marías Sveinsson frá Kirkjubóli í Staðardal, drukknaði í ánni í byrjun nóv. eða desember árið 1907. Magnús Magnússon hreppstjóri á Hrófbergi í Steingrímsfirði (f. 27/4 1848, d. 10/11 1925) var fæddur á Þiðriksvöllum í Þiðriksvalladal í Steingrímsfirði, þar sem foreldrar hans bjuggu um 20—30 ára skeið. Hann hóf búskap á Seljalandi í Gufudals- sveit í Barðastrandarsýslu, en mun hafa flutzt að Hrófbergi um 24

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.