Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 33

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 33
samgönguöryggi svo og samhjálp þegnanna, ef út af ber hjá einstaklingum eða þá ef um hóp fólks er að ræða. Þó að fæst af þessu sé fullkomið né algjört, þá er það þó stórt spor fram á við til samhjálpar og öryggis, og víst er það gleðilegur vottur um þroska og menningu þjóðarinnar. Allt þetta skapar visst öryggi í lífi og starfi fólksins, og á það nokkuð jafnt við bæði um það er byggir þéttbýliskjarnan, svo og einnig það, er strjálbýlið byggir. Áður varð hver og einn að vera sem mest sjálfum sér nógur og búa sem mest að sínu. Hann varð ennfremur að búa við þær aðstæður, er hann gat sjálfur skapað sér, sem var oftar af lítilli þekkingu, og þá ekki síður af lítilli getu. Við, sem nú erum á efri árum, svo og aðrir á hvaða aldurs- skeiðum, sem þeir eru, skulum ávallt hlakka til vorsins, þrátt fyrir þau auknu þægindi, sem við nú búum við frá því er áður var. Þau þægindi færa okkur að nokkru frá vorinu og vorhuga fyrri ára og gera þá minni mun á árstíðaskiptum. En vorið er í okkur. Það er hluti af sál okkar. Ef til vill ekki stór, og misstór hjá hverjum og einum. En þennan vorhluta sálar okkar ættum við að varðveita. Hann er eitt af okkar góðu öflum. Öflum, sem verka jákvætt í lífi okkar og starfi. Mannsandinn verkar oft sem mörg öfl séu þar að verki. Sum þau öfl verka til góðs, en önnur öfugt. Við megum ekki missa vorhugann úr sálinni. Hann er okkur lífsgjafi, afl í starfi og styrkur í auknum þroska og menn- ingu. Stefán frá Hvítadal segir meðal annars í kvæðinu „Bjartar nætur“. „1 kvöld er allt svo hreint og hátt — ég hníg í faðm þinn græna jörð, og sveitin fyllist sunnanátt, og sólfar hlýtt við Breiðafjörð. Ég þráði vorið ljóst og leynt, og langa biðin þungt mér sveið. Ó, vor, mér fannst þú vikaseint og víða töf á þinni leið.“ 31

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.