Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 50

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 50
Engan veit ég guðs á grænnijörð gestrisnari vog en Reykjarfjórð. Allur heimsins hafvilhnga fans hrekst og skekst og rekst á náðir hans. 4. Áður fyrr var vöndurinn hafður til að hirta með beldna stráka og jafnvel spansreyr var notaður í sama tilgangi og þótti síst betri en klóalangur. Sagt var að Jón Salómonsson verzlunarstjóri á Kúvíkum hefði geymt spansreyr uppi á bita í vörugeymsluhúsi sínu og gripið til þá honum fannst með þurfa og synir hans gerðust ódælir, að vonum var bræðrunum meinilla við gripinn og þar eð þeim var létt um að gera stöku hugðust þeir hefna sín með vísu, sem er þannig. Bölvaður á bitanum bœtir lítt mitt sinni. Helvítis i hitanum hann vildi ég að brynni. Jóni barst vísan til eyrna og kallaði þá á sinn fund og skipaði þeim að fara með vísuna, var hún þá á þessa leið. Blessaður á bitanum bætir oft mitt sinni. Heldur líka hitanum í holdi mínu og skinm. Verzlunarstjóri sagði fátt, en spansreyrinn hvarf af bitanum og var ekki gripið til hans framar. Sonur Jóns, Benedikt var eitt sinn sem oftar að afgreiða í búðinni. Það mun hafa verið venja Jóns að rétta kunningjum sínum brennivínsstaup og gerði Benedikt það, þó faðir hans væri fjarstaddur, var þá kastað til hans í glettni af viðstöddum heldri manni sem þarna var. 48

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.