Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 77
var fjarlægt og óinnilegt. Ólöf bauð henni sæti andspænis sér. Því næst fékk hún henni spilin, lét hana stokka þau, og draga í hvaða lit hún væri. Liturinn varð lauf. Svo byrjaði Ólöf að leggja spilin. Hægt og varlega lagði hún þau hvert á sinn stað. Stúlkan horfði á með uppglennt augu. — Það var eitthvað svo órólegt í fari hennar. ,Já, við skulum nú sjá“, sagði Ólöf. „Þetta er dálítið merki- legt, — ég sé hérna mann í spilunum þínum væna mín. Eitthvert samband hefur verið ykkar á milli. Þetta er ríkur maður — miklir peningar allt í kringum hann. Þið munuð vera búin að þekkjast í u.þ.b. tvö ár. Barn munuð þið eignast saman, ég held piltbarn. Á tímabili skilja svo leiðir ykkar, eitthvað um svipað leyti og barnið fæðist, og svo munu líða um það bil eitt og hálft ár, á því tímabili siglir þessi maður, en síðan liggja leiðir ykkar saman aftur, og hann gengur að eiga þig. Þá munt þú flytjast í nýtt, stórt hús. Mun þessi maður reynast þér mjög vel, og ekkert mun þig skorta efnalega. Þú munt kynnast mörgu fólki, sem þú ekkert þekktir fyrr. Hag þínum muntu una vel, en einhverjar breytingar verða á þínu eigin hugarfari. Ætla ég mér ekki að lýsa því nánar, en það mun sannast á sínum tíma, hvernig þær verða. Börn muntu eignast fleiri og mun allt ganga vel. Sem stendur líður þér illa, ert vonlítil á hamingjuna, en þú skalt bara vera róleg — hamingjan, sem þú þráir mun falla þér í skaut.“ Fríða var staðin upp. Hún greip hönd Ólafar og þrýsti hana. „Allt, sem þú hefur sagt um manninn og barnið er rétt, og það eitt sver ég við guð minn, að rætist það, sem þú hefir sagt mér um framtíðina, skalt þú verða fyrsta manneskjan, sem nýtur góðs af mínu heimili, og það í ríkum mæli. Ég mun aldrei gleyma hve mikið þú hefur glatt mig, og allt það skalt þú fá endurgreitt, því hann er mjög ríkur, það er satt.“ Ólöf brosti dálítið einkennilega. „Þakka þér fyrir“, sagði hún, „það er mjög fallega hugsað, en tímarnir breytast og mennirnir með stendur einhvers staðar. , Já, það er satt“, sagði Fríða, „en þeir, sem hafa gert mér gott, skulu fá laun í ríkum mæli.“ „Nú þiggið þið hjá mér kaffi, þó ekki sé nú upp á mikið að 75

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.