Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 93

Strandapósturinn - 01.06.1977, Page 93
61. Jón Jónsson, f. í Hrafnadal 17. sept. 1835, sonur Jóns, síðar b. á Fögrubrekku (f. 1800, d. 1885) Bjarnasonar bónda í Hrafnadal (d. 1835) Halldórssonar í Litlu-Ávík Bjarnasonar. Móðir Jóns J. var Þuríður (d. 1869) Ólafsdóttir, systir Jóhanns í Laxárdal, þau fædd á Kveingrjóti; Þuríður giftist aldrei. Jón J. bjó á Saurstöðum í Haukadal 1853—1862. Greindur maður, ágætur skrifari; oft kall- aður Jón „vefari“. Dó á Fossi 11. sept. 1886. Valgerður, f. á Þambárvöllum 27. okt. 1824; dóttir Jóhanns, síðar b. í Laxárdal (d. 1861) og Guðrúnar Sigurðardóttur, Jón og Valgerður voru því systkinabörn. Valgerður dó 1890 í Glerárskógum. Börn: Jón Hrafndal (d. 1916 í Kanada?), Þuríður (d. 1898, barnl.), Sigurlaug í Glerárskógum (d. 1924), Jóhann á Bálkast. (d. 1909), Guðrún kona Guðna á Óspaksstöðum (d. 1906), Ólafur fór til Ameríku. Eftirmáli höfundarins Það er ekki ómögulegt, að dómsatkvæði verði fellt yfir vísur þessar á þá leið, að vandratað sé meðalhófið, en ég læt þess getið, að ég — eins og vera bar — batt mig einkum við þrjú aðalatriði sem voru: Samvizkusemi, misjöfn hlutföll eigin reynslu og yfir- borð almenningsálitsins, sem oft er látið miklu varða. Allir eru að maklegleikum sæmdir í vísunum og enginn mun því annars hróður ofsjá. En hinsvegar er ekki sem hægast að yrkja margar vísur eins og þessar eru allar í eðli sínu einsnitt sama efnis, að ekki verði stagl, bull og smekkleysa;; en þetta hefi ég leitast við að yrði sem minnst, þar sem svo mörgum nafnorðum lendir einatt sam- an, einkum þegar hver maður er feðraður og breyta verður faðernisorðum (nefnil. sonur og dóttir) á ýmsa vegu, ef allt á að fara laglega. Eins verður að vera missmiði á málbúningi mannkosta og atgjörfis, ef nokkur fegurð skal á vera. En yfir höfuð eru vísur þessar svo ljósar, að færri munu svo ónáttúraðir á skáldskap, að ekki skilji þær að fullu eða öllu leyti. Höfundurinn (J.Þ.). 91

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.