Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 13

Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 13
láta í minni pokann.“ Annars náðu krakkar og kvenfólk honum oft, en þá máttu þau ekki vera með beisli eða bönd, þá varð hann tortrygginn og styggur. Eitt sinn að haustlagi var Neisti heima við, ég þurfti eitthvað að nota hann, og bað konu mína að reyna að ná honum. Hún var dálítið treg til en gerði það nú samt. Hún gekk ofan túnið til hans og hafði hvorki með sér band eða beisli. Hún talaði til hans og rétti að honum hönd og þá stóð hann kyrr og teymdi hún hann síðan heim á hökuskegginu. En þegar ég kom með beislið skipti hann heldur betur um svip, reisti sig og leit til mín með reiði í augum, en ekki reyndi hann að rífa sig lausann sem hefði þó verið auðvelt þar sem hún hafði ekki tak á honum nema á hökuskegginu, en þegar ég teymdi hann burt leit hann til konu minnar raunarlegur eins og hann vildi segja: „Nú sveikstu mig“. Hún tók þetta nærri sér og sagði við mig: „Þetta geri ég aldrei aftur að bregðast trausti Neista.“ Og ég held hún hafi staðið við það. Neisti var mjög sólginn í brauð og kom oft að eldhúsglugg- anum til þess að sníkja sér bita, hann hnussaði í rúðuna til að vekja á sér athygli, en braut hana aldrei. Ef það dugði ekki stappaði hann eða krafsaði í jörðina og brást þá aldrei að til hans heyrðist. Eitt sinn reyndi ég að ná honum á þann hátt að hafa með mér brauð til að hæna hann að mér. Hann fann lyktina af brauðinu en ekki lét hann mig ná sér. Ég rétti nú fram brauðið í trausti þess að hann stæðist þetta ekki og hann kæmi svo nærri mér að ég næði í faxið á honum, þá mundi björninn unninn. Allt í einu kemur klárinn á harða stökki, glefsaði í brauðið um leið og hann hljóp fram hjá mér, án þess að linna á sprettinum. Þrjár ferðir fór hann á sömu ferð en þá var brauðið búið, en svo liðlega fór hann að þessu að ég vissi naumast af því að hann kæmi við hendina á mér þó var ég berhentur. Eins og áður er komið fram var Neisti mjög viljugur og röskur fyrir drætti, það var oft lagt á hann mikið erfiði. Gamla túnið á Kjörseyri er töluvert bratt sums staðar og því heyflutningur að hlöðu erfiður. Þetta var nú áður en dráttarvélarnar komu til sögunnar. Neisti var oft með þungan drátt í þessum flutningum, 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.